Veisla í gær...

Jæja þá er nýja árið farið af stað. Vinnan byrjuð á fulllu aftur og allt að fara í þetta gamla góða far sem maður er alltaf að hjakka í. Það er þoka og rigning  yfir öllu núna og svolítið skrítið veður. Hefur ekki birt í allann dag. Sædís kom suður í gær og skólinn er að byrja hjá þeim. Annars var alveg snilldar matur hjá okkur í gærkvöldi. Siginn fiskur og selspikLoL og við buðum Guðbjarti í mat til að njóta góðgætissins með okkur. Bara snilld....  En þetta var síðasti signifiskurinn úr kistunni svo næst verð ég að kaupa herlegheitinn. En spikið fæst í fiskbúð hér í Hafnarfirði og er mjög gott.

Áramótablaðrið...

Þetta er fisti dagur nýs árs og þá er við hæfi að hugsa til baka. Þetta var firsta árið okkar á mölinni og breitingin því talsverð. Ég get ekki annað sagt en þetta ár hafi verið furðu farsælt fyrir hvað okkur varaðar. Höfum haft  nóg að gera og líður mjög vel í okkar lífi.´Við sögðum þó svo sem ekki alveg skilið við það sem snýr að landbúnaði enda engin ástæða til þess. Ég skrapp t.d. í sauðburð hjá Bassastaðahjónunum og það var bara gaman. Svo þegar leið að hausti þá æddum við aftur í sveitina og nú til að elta rollur. Og þá var gott að geta á endanum farið heim og sagt þetta er búið þarf ekki að smala meir í haust. Við löguðum pallinn við húsið okkar svo hægt yrði að nota hann og það voru ófáar stundirnar sem þar var setið og grillað en best var samt að þegar komið var heim á daginn að geta sest út með heitt nýtt gott kaffi og geta notið útsýnisins í notalegheitum. Það er yndislegur staður sem við búum á og okkur líður mjög vel þar. Það er samt svolitið skrítið hvernig fólkið sem við þekkjum hefur brugðist við þegar við höfum hitt það eftir að við hættum búskap.Ég hef fengið þvi slengt framan í mig næstum því með skætingi "Hvort ég væri eitthvað ánægðari núna"?? Ég hef liklega orðið eitt stórt spurningarmerki þegar þetta skeði. Ég vissi ekki til að ég væri neitt sérstaklega óánægð í lífinu. Það var ekki málið heldur afkomu og aðstöðuleysi yfir höfuð og skortur á samfélagi manna. Reynir en enn spurður með virkilegri hluttekningu"Hvernig líður þér nú hér á mölinni elsku kallinn minn, er virkilega allt í lagi með þig"?? Með öðrum orðum ertu ekki brjálaður úr leiðindum og þjáður yfir að kerlinginn skuli hafa dregið þig nauðugan viljugan í burtu á þennann guðs volaða stað. Fólk er búið greinilega í mörgum tilflellum að ákveða fyrir mann aðstæður og ástæður. Það er ótrúlegt. Í stað þess að ætla okkur að vera frjálst fólk með frjálsa hugsun og  gleðjast með okkur  sér fólk í mörgum tilfellum hlutina afskaplega þröngt og sendir manni þungar hugsanir  fyrir að vera að fara í aðra átt en því finnst kannski að maður eigi að vera í..En það er þeirra hausverkur. En ég ætla að vona að fólk fari nú að átta sig á að ég dró ekki Reyni í burtu. Við fluttum saman og hættum sameiginlegum búskap í sveitinni....Mér hefur persónulega  ekki liðið svona vel í mörg ár og ég get ekki séð að Reynir sé með neinum kvölum nema síður sé og það er ótrúlegur léttir yfir að að vera ekki í baslinu lengur með allar þær hækkanir sem hafa dunið yfir og eiga eftir að dynja yfir búskapinn með svo engri hækkun á kaupi sem er sorglegt.Ég á nefnilega marga góða vini í þessari stétt sem ég hef oft hugsað til í þessu ástandi sem nú er að hellast yfir af fullum þunga. Það er ekki hægt að sleppa því að mynnast á kreppuna sem skall yfir okkur í sumar sem leið og  er enn að leggjast yfir okkur eins og teppi og verður bara verri og verri. Ennþá er enginn farinn að huga að  því að segja af sér. Alveg sama hve mikil drulla ryðst upp úr pottum. Nei engin ástæða til þess. Höfum bara sömu spillingar pésana yfir okkur. Ég las bókina hans Guðna sem var einn af fáum sem sagði af sér enda völdum rúin. Sjálfsagt hefur honum fundist þegar hann romsaði þessari rullu frá sér að þetta væri frábær bók til undirbúnings fyrir frábæran verða stjórnmálatíma sem framundan væri en það lá við að mér flökraði á köfum. Þegar hann lýsir því í pólitíkinn hvernig all snýst um það að halda völdum og ná völdum og koma sínum fyrir flokknum til hagsbóta og til að tryggja völd hans og það viðhorf að vera ekkert að trufla kjósendur nema á fjörurra ára frest því þeir hafi engann áhuga á að hitta stjórnmálamenn oftar. Það er ekki skrítið að það sé komið svona fyrir þjóðfélaginu. Ef það er svona sem   pólitíkussarnir hugsa og vinna er  ekki skrítið þó  ekkert vitrænt sé gert þegar svona holskefla skellur yfir því það er enginn til með heila hugsun í stjórnkerfinu. Bara pólitísk peð sem þurfa að gá first að því hvað hentar  þeim sjálfum og flokknum. Kannski foringjanum...Og þó margi rótrúlegir frasar hafi dotið uppúr fólki og misgáfulegir held ég að mestí klúðursfrasinn hafi verið þegar Ingibjörg Sólrún lét þau makalausu ummæli út úr sér á fundi í háskólabíói yfir þúsundum manna að þetta væri ekki þjóðin sem var þarna að tjá sig.. Að þessi hluti fólks væri ekki að túlka hug þjóðarinnar?? Þarna var hópur af fólki þessu var sjónvarpað og stór hluti"þjóðarinnar" horfði á og hún er ekki þjóðin. Ég velti fyrir mér hver þjóð Ingibjargar er??? Kannsi er þetta hluti vandamálsins að stjórnmálmennirnir hafa enga þjóð bara skríl sem þeir þurfa að smjaðra fyrir á fjögurra ára fresti. Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla....


jóllll

Það er eins og venjulega á jólum bara letilíf. þetta er vænsta fólk jólagestirnir mínir og voru á ferðalagi í allan dag um suðurland.Þau elduðu fyrir okkur stórkostlega salfisk rétti daginn eftir að þau komu og ég held bara að ég hafi aldrei borðað eins góðan saltfisk á æfinni. Þetta eru búin að vera frábær jól og skemmtileg. Og svo er kominn plötuspilari á heimilið aftur eftir öll þessi ár. Börnin okkar gáfur okkur plötuspilara í jólagjöf og það er sko búið að blása  rykið af plötunum  og spila í dag.LoL Palli minn og Anna eru að fara af landi brot t í fyrramálið og eru að fara í Rússlands  reisu og það verður bara gaman fyrir þau. Jólin hennar eru 6 des svo þau upplifa tvenn jól núna.  Og ég er búin að lesa eina bók í dag og er að fara að spá í þá næstu,.......


Jólin nálgast.....

Jæja best að blogga smá. Búin að vera að baka í dag og það er að verða skolli jólalegt hér í kring. Fórum hjónin á tónleika niður í bæ í gærkvöldi ásamt Indriða. Það var verið að kynna útgáfu á disk sem Kraftur stuðningsfélag fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þeirrra gat út og var að fara í dreifingu. Ég skora á sem flesta að kaupa þennann disk. Það er góð rokktónlist á honum og þeir sem hafa gaman af slíku hljóta að fíla hann. Þetta var mikið dúndur fjör en við vonum svo sem ekki lengi því við þurftum að vakna á kristilegum tíma til að fara að undirbúa jólin því bæði vinnum við út þorláksmessu. Spánverjarnir vinir Palla komu í dag og það er því fjörug tungumálaflóran á heimilinu núna. Páll er með þau í Bláa lóninu í þessum skrifuðu orðum. Anna mín situr niðri og er að skrifa ritgerð sem hún á að skila núna og svo fara þau til Rússlands á annan í jólum.. Við Anna bárum inn jólatréð áðan og það tekur sig mjög vel út svo ekki sé meira sagt.  Indriði á að fljúga vestur á morgunn en það lítu ekki vel út með flugspá.   Við löbbuðum í kirkjugarðinn í vikunni og hann er ótrúlega fallegur núna.  Ljós á öllum leiðum.. Við ætlum með krans þangað niður eftir annað kvöld og setja við steininn. Ég veit ekki hvort ég verð svo dugleg að blogga aftur fyrir jól svo ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla...Smile 


Jæja konan er loks byrjuð að huga að jólum....

Það er fallegt vetrarveður núna. Við fórum í bæinn og versluðum fyrir jólin smávegis og ætlum að klára það á morgunn, Sædís fór vestur í dag. Indriði siglir væntanlega á eftir henni þegar líður á næstu viku. Annars er þetta búin að vera viðburðarrík vika.  Nýju lyfin eru ekki alveg að gera sig hjá Reyni og hann þurfti að fara á bráðamóttökuna á fimmtudagsmorgunn og láta stuða sig sem er í firsta skipti í langann tíma eða alveg síðan síðast brennsla var. Og það þurfti að auka lyfja skammtinn og þá er bara að vona það besta. Ég er að skreyta húsið mitt hægt og rólega og búin að troða seríum útí alla glugga. Við ætlum að breita til og vera með léttreykt á aðfangadag en ekki rjúpuna eins og venjulega. Og erum jafnvel að spá í fisk á jóladag. Aðalega vegna þess að jólin verða allt öðruvísi en venjulega. Það verða 4 spánverjar hjá okkur á jólum eða ætti ég að segja Katalóníumenn. Þetta er vinafólk Palla og það verður hjá okkur í viku. Hann og konan eru svo að stinga af til Rússlands annan í jólum svo við þurfum að hafa ofan af fyrir fólkinu þangað til það fer. Ég get ekki neitað því að ég er svolítið forvitinn að vita hvernig er að vera með svona framandi jólagesti og er  spennt.  Og það er aldrei að vita nema ég geti þá grenjað út gistingu í Barcelona ef mér semur sæmilega við fólkið.....LoL En við fórum að kaupa jólatré í vikunni við og Sædís og þau Reynir stóðu algjörlega saman gegn mér sem vildi kaupa furu en þau sáu ekkkert nema 2 metra hátt normanþyns tré og það var keypt. Svo það verður JÓLATRÉ í stofunni minni í ár ..... og ekkert smá.


veik eða þannig

Ég fór heim úr vinnu í dag veik.Sick Búin að vera sloj í 2 daga en í dag hætti hausinn á mér að ganga eðlilega og þá var best að pilla sér heim. Ég er eins og yfir mig hafi verið keyrt. En þetta er bara bölvaður aumingjaskapur og ég kemst vonandi í vinnuna á morgun. Reynir var á spítala mánudag og þriðjudag.  Það var verið að skipta um lyf hjá honum. Kominn tími til hann var alltaf að fá hjartsláttartruflanir með reglulegu millibili og það var ákveðið snemma í sumar að breita en ekkert hefur skeð fyrr en hann fór sjálfur uppá spítala. En núna er þetta vonandi komið í lag. Indriði og Sædís eru byrjuð í prófum og því fylgir eðlilegt stress...Crying Palli og Anna eru líka í prófslag Wounderingog við hin erum bara í okkar venjulega moði...Whistling.Ég er óvenju löt núna fyrir jólin er ekki einusinni búin að finna Gyðingaljósin eins og Reynir kallar þau. En verð að fara að taka á mig rögg annars verður húsið mitt eina óskreitta húsið í Hafnarfirði þegar allt kemur til alls og þá ætti ekki að vera vandi að finna út hvar ég á heimaSmile


Ég mótmæli

Við vorum með jólahlaðborð starfsfólkið á mínum vinnustað í gær. Þetta var kreppujólahlaðborð, við sáum um allt sjálf og héldum þettta á kaffistofunni og þetta var  hreint út sagt ..frábært. Allir skemmtu sér konunglega af því er ég hef heyrt og séð. Það var smá skuggi þetta með uppsagnirnar hjá fyrirtækinu en það voru 2 hjá okkur sem fengu svoleiðis. Ég var heppin og var ekki í þeirri stöðu. Allavega í bili.  Á eftir fórum við nokkur saman útá lífið og fórum á Players og djömmuðum þar smá tíma en svo fórum við Reynir heim því ég átti að mæta í vinnu og það þarf vist að  hvíla sig fyrir svoleiðis.  En við fórum eins og margir á Austurvöll í gær að mótmæla. Ég þoli ekki þennann bölvað hroka í ráðherrunum þegar þeir segja að þeir sem eru að mótmæla séu ekki þjóðin. Bíddu hver erum við þá? É bara spyr...Ég tel mig vera hluta þjóðarinnar. Allavega einn af 300.000 og kannski er Ingibjörg ekki sjálf af þessari þjóð. Svona lætur ráðherra einfaldlega  ekki útúr sér. En ræðan hans Einars Más á Háskólafundinum var hrein snilld... Og þeir sem töluðu á fundinum í gær voru mjög góðir... ÞAð vantar bara að blessaðir ráðmennirnir fái smá skilning á því sem fólk er að segja. Ég skynja rosalega reiði bara hjá fólki sem er að koma og versla hjá mér. ÞAð sýður á mörgum og það versnar bara dag frá  degi..... Það var eins og ég nefndi áðan opið í dag hjá okkur í 4 tíma og það var verið að kaupa jólaskraut og aftur jólaskraut....


Það sýður uppúr......

Það er yndislegur morgunn hérna í eldhúsinu mínu.Smile Fáir vaknaðir og notalegt að sitja við tölvuna og lesa fréttir gærdagsins á netinu.. Ég var að vinna í gær og reyndar bóndinn líka svo það býður dagsins í dag að taka til í húsinu og þrífa eftir vikuna. Ég var eiginlega klumsa í gær yfir ástandinu  við lögreglustöðina. ErrmEkki það að ég væri hissa yfir fólkinu á fara að mótmæla.FootinMouth Ég var miklu meira undrandi yfir lögregluyfirvöldum og  yfirvöldum yfir höfuð. Hvernig dettur mönnum svona vitleysa í hug. GaspÞó maðurinn hafi hengt eitthvern Bónusfána á þinghúsið þá er þetta alveg útí hött. Skilja menn ekki að reiðin er orðin svo mikil í þjóðfélaginu útí stjórnvöld og aðgerarleysið að þegar svona furðulegar aðgerðir lögreglu gerast þá verður allt eðlilega vitlaust. Hvurslags bjánar eru þetta.?? Crying Í hvaða glerhúsi lifa menn?  Ef þetta hefði verið eitthver sem búin er að koma okkur landsmönnum í þetta skelfingar ástand hefði verið tekinn þá hefði allt annað hljóð komið úr horni. En þessir menn eru búnir að stela svo miklu að það er alveg ótækt að refsa þeim. Heldur stagast stjórnvöld í sífellu á því að það eigi að hætta að kenna eitthverjum um og fara að finna frekar leiðir til að takast á við vandann.Angry Að sjálfsögu þarf að takst á við vandann en það verður að draga menn til ábyrgðar fyrir þennann skandall. Það erum við sem  komum til með að borga brúsan fyrir þessa hálfvita og ég neita því alfarið að ég og mínir hafi verið á sóunnar fyllerí eins og einn hrokagikkuinn sagði í viðtali um þjóðina og þetta væri ekkert þeim feðgum að kenna. HaloÞað eina sem ég hef gert þessi undan farinár var að flytja búferlum og kaupa mér húsnæði og ég hélt   bara að það væri ein af frumþörfum okkar. Ég hef ekki keypt fjórhjól, snjósleða, farið í heimsreisur, hvað þá þyrlu  eða einkaþotur!!! Ég á gömul húsgögn 4 ára gamla tölvu. Jú ég keyrti þvottavél og þurrkara á siðasta ári. Hef aldrei átt þurrkara fyrr svo það kallast líklega bruðl... BlushEn verðtrygginginn verður að fara. Það er algjör glæpur ef stjórnvöld ætla nauðga okkur með henni lengur. Hver ætlar að taka það sem við eigum í húsunum okkar eignanámi með þeim hætti sem verðtrygginginn gerir?? Ég vil vita hver ætlar að stela þeim peningum.Angry EF þessi óskapnaður á að vera yfir okkur lengur verða menn þá einfaldlega að fara verðtryggja allt. Líka launin okkar... Ég er  orðin fjúkandi reið  og hef ég þó mikið langlundargeð.Devil Það var mjög gott þegar Guðni sagði af sér því hann er einn af þeim sem var í stjórn þegar bankarnir voru seldir en þeir sem voru þar innanborðs eiga allir með tölu að segja af sér. Fyrr verður þetta ekki trúverðugt.  Líka þeir sem eru búnir að koma sér á jötu hjá ríkinu eða í seðlabanka..Og líka þetta lið sem stóð fyrir þessu í stjórn bankanna. Burt með það og það á aldrei að koma nálægt neinni stjórnsýslu hér meir. Ég vona bara að bankarnir verði allir í erlendri eigu í framtíðinni svo við Íslendingar getum ekki skandaliserað meir. Það er endalaust að koma drulla uppúr pottunum og virðist ekki vera lát á. Stím heitir það nýjasta.. Og þessi drulla kemur til með að sjóða uppúr áfram...FrownÞví miður. En það eina sem er gott og stendur fyrir sínu þessa dagana er Spaugstofan.LoL Hún var hreint frábær í gær og algjör snilld.....  Grin Ég er að spá í alvarlega að fara í mótmælagöngu næsta laugardag....Police


Smá pæling..............

Ég er eiginlega alveg hætt að skilja pólitíkina þessa daga.   Kannski ekki skrítið. Það er kreppa í henni líka.  Ég hef svosem aldrei skilið pólitíkina sérlega vel.  En taugaveiklunin er  alveg svakaleg. Menn segja af sér til hægri og vinstri sem er ekkert skrítið. Það ættu reyndar allir sem bera ábyrgð á þessu ástandi að skammast sín og segja af sér. Líka þeir sem eru núna embættismenn og bera ábyrgð á bankasölunni og mærðu útrásarvíkingana  og húrruðu fyrir þeim en vilja ekkert kannast við neitt núna og þykjast hafa varað við á eitthverju dulmáli sem enginn  virðist hafa skilið  nema kastalabúinn sem um ræðir. Svo hóta sumir að kljúfa gamla flokkinn sinn að fara að stofna nýja flokka. Um þjóðleg gildi vel að merkja. Svolítið lasið og þreitt.. Þetta er orðið eins og þegar ég var barn og Hannibal fór um flokkakljúfandi.  Annars  hef nú alltaf haft gaman af viðkomandi fyrrum þingmanni. Hann hefur oft talað skemmtilega þó svo að mér hafi hann hafa dalað við að gerast þingmaður. Fór að vísu ferlega að ráði sínu í tölvupóstmálinu.  Verð að viðurkenna að ég er langt því frá sammála honum. En það er mjög eðlilegt ég er sjaldnast sammála neinum. En vonandi fer hann ekki að stofna nýjan flokk. í firsta lagi ekki nýjan flokk sem verður eitthverskonar æxi frá framsókn og íhaldi. Sá flokkur getur hvorki orðið langlífur né stór. Og í öðru lagi er hann miklu skemmtilegri svona á utan þings. Á bara að í blaðamennskunni. Annars getur verið að það verði eitthver flokka hræra út úr þessu. Og eitthvað nýtt landslag verði til. Það verður fróðlegt að sjá. En að hóta að kljúfa flokka bara af því að menn eru ekki sammála því sem meirihlutinn vill er skrítið því þá hefðu þeir sem voru undir áður í viðkomandi flokki  átt að vera farnir og fúlir  ef þetta væri vinnuregla. Minnirfrekar á Óþekka krakka í leik af því að þeir  fá ekki að ráða öllu lengur...


Á leið í djúp

Við erum að drukkna í jóladóti í búðinni þessa dagana. Það skiptir engu máli hvort við höfum pantað dótið inní búðina eða ekki , það kemur samt. En það selst og það er málið.  Ég er farin að velt því fyrir mér að fara í mótmælagöngu. En mér finnst að við almenningur ættum  að fara að   mótmæla við Breska sendiráðið og  mér finnst að það sé löng kominn tíma á að við látum óánægju okkar með framkomu þeirrra í ljós og það hressilega....Ég er svo súr orðin að þó mér finnst London yndisleg borg held ég að það verði langt þangað til ég hef geð í mér til að fara þangað aftur....Og það er súrt....Jæja það stendur til að fara í djúpið um helgina og það verður bara gaman.... Svo ég fer sennilega ekki í göngu þessa helgina....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 435

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband