Vorið

Það er að vora.LoL Ekki bara úti þar sem daginn lengir og gróðurinn er að byrja að springa út. Heldur hjá fólki líka. Þrátt fyrir kreppu sem er eins og krabbbi yfir öllu er fólk að rétta úr sér. Það er farið að brosa og yppa öxlum og rauna svipurinn er að hvefa. Það liggur alltaf betur og betur á fólki. Og það hlakkar öllum til vorsins. Ég er ein af þeim. Vorið er alltaf uppáhaldstíminn hjá  mér og það er svo yndislegt að sjá náttúruna vakna. Finna moldarlyktina sem leggur upp þegar frostið fer úr jörðinni. Og svo fáum við að kjósa. Það er gott. Mjög gott. Ég ætla að vona að þjóðinni minni auðnist að kjósa yfir sig stjórn sem er með kjark. Vinstri stórn. Ekki stjórn sem er þý hagsmuna samtaka eins og LÍÚ. Mér ofbýður að hlusta á málfar og atgang míns gamla flokks núna. Þar sem þeir fara hamförum í að verja eitt  það mesta óréttlæti sem hefur viðgengist síðan einokunnarverslunin var. Kvótabraskið. Ég viðurkenni að ég skammast mín fyrir að hafa verið höll undir þennann flokk og stutt hann um tíma. Ég biðst velvirðingar á þessum barna skap mínum.  Steininn tók úr þegar trúðurinnn var settur á sviðá samkomunni og ruddi úr sér óþverranum og kenndi öllum öðrum um eigin klúður og komst upp með það og samkomann hló og fagnaði. Minnti  mig á sögu myndband sem ég sá á History channel þar sem Adolf Hitler hélt ræðu eða gargaði yfir torgið og lýðurinn sagði Heil...Ég held  bara í alvöru að ég kjósi bara VG núna. Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

tek undir þetta Lóa, held ég kjósi VG, og vorilmurinn að koma, langar þá í sveitinna í sauðburðinn, fór í fyrra í sveitina mína þegar sauðburður var, hafði þá ekki farið í ein fimmtán ár á þessum tíma, langar bara aftur núna.

Hallgrímur Óli Helgason, 7.4.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Þarna ert þú væntanlega að tala um framsal kvóta í sjávarútvegi, en hvað með kvótabraskið í landbúnaði, er það ekki undir sama hatti. ? þótt enginn hafi farið með milljarði í vasanum á mölina en................ er það ekki sama súpan

Halla Signý Kristjánsdóttir, 18.4.2009 kl. 08:55

3 Smámynd: Ólöf Brynja Jónsdóttir

Athugasemd:
Það skiptir engu máli hvort það er sala á kvóta til lands eða sjávar það er sama sukkið. Ég er ekki að álasa neinum þó að hann selji það sem honum er
eignað en það að stjórnvöld skuli hafa sett lög sem hafa leyft þessa ósvinnu er stóra málið og þeirra er ábyrgðin og þeirra að leiðrétta þetta. 
Og þeim sem eru og ætla sér að vera í pólitíkinn BER að leiðrétta þetta....

Ólöf Brynja Jónsdóttir, 18.4.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband