22.8.2008 | 21:14
Að loknu sumarfríi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2008 | 11:18
Sumarfrí
Við erum núna í sumarfrí hjónin og fórum af stað á laugardaginn. Mættum svo á Ísafjörð í gær og heimferð á Nauteyri á morgun. Þetta er rólegt letilíf og bara notalegt. Við stefnum svo að að vera á Nauteyri þar til að fríi lýkur. Annars verð ég að pirra mig lítilega. Það er vegkafi í Þorskafirði sem er verið að gera. Ég er búin að fara nokkrar ferðir þarna um í sumar og það hefur ekkert gerst og þetta er gjörsamlega ófær vegur. ALGÖR helurð. Hvurslags vinnubrögð eru þetta? Er ekki einu sinni hægt að drullast til að bera eitthvað fínlegra ofaní veginn svo hægt sé að keyra hann stórslysa laust þó menn nenni ekki að vinna í nokkra mánuði???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 21:46
Pleeeee
Við áttum yndislega helgi á Nauteyri um síðustu helgi. Sól og blíður og við hjónin spændum á Nauteyrarfjallið í göngutúr sem var alveg frábær. Við nutum þess að hafa þau Palla og Önju hjá okkur að hluta og hún sá um sunnudagsgrillið sem við að vísu tókum þátt í að gera með hennar leiðsögn og það ótrúleg var alveg ótrúleg upplifun að sitja undir vegg og taka matinn beint að grillinu sem var gert á staðnum og borða hann þar. Já sona á þetta að vera. 'Eg er að bíða eftir að fara í sumarfrí og get bara ekki gert að því að mér er farið að hlakka verulega til. Það er verið að undirbúa útsölu hjá okkur og það er á morgunn sem það byrjar og það er smá bras væntanlega í fyrramálið þegar það byrjar að koma því á koppinn.. Tina vinkona mín var að koma frá Króatiu og færði mér yndilega nýpressaða ólífuolíu algjörlega án allra aukaefna. Bara beint að skepnunni.. Ég elska ólífuolíu sérstaklega þessa fersku og eins var olían sem Palli kom með frá Spáni alveg heví. En ég var nú aðþví kominn að hætta að blogga, Síðan mín var í klessu og það var alveg sama hvað ég gerði til að reyna að laga hana það endaði með því að myndin af mér var ein eftir. Ég gerði svo nokkara tilraunir í gær og það hafðist að lokum að koma henni á koppinn á ný og þess vega kem ég til með að bulla eitthvað lengur á þessari síðu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.7.2008 | 22:00
sól og aftur sól
Þetta var ótrúlega heitur og yndislegur dagur eða eins og Ásgeir vinnufélagi minn og snillingur orðaði það grenjandi sólskin. En þegar heim kom var að sjálfsögðu grillað og borðað á pallinum. Palli og Anja komu og borðuðu með okkur og það var bara gaman. Sivi er að vinna. Já hann er kominn drengurinn frá ríki Betu og er nokkuð sæll með sig á eftir bara enda held ég að þetta hafi bara allt verðið eins og átti að vera enda hvernig á annað að vera, égmeina að fara til London það er bara snilld og borginn frábær. Ég væri til í að fara þangað bara reglulega. Ekki það að það sé ekki víða gaman en það er eitthvað við London sem er svo frábært. Jæja ég ætlaði ekkert að tjá mig en svo byrjar maður bulllið og getur ekkki hætt. Við stefnum á NAuteyri á næstu helgi og svei mér ef ég er ekki farinn að hlakka til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2008 | 12:38
Leti......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2008 | 12:00
Drengurinn farinn til útlanda
Smáralind eða Kringluna. Og þetta gott fjörefni í sálina. Ég veit að allir fjölskyldumeðlimir hafi verið nokkuð sáttir og glaðir með þetta fyrir hans hönd og ég veit að það verður gaman því London er æðisleg.. Vð fórums svo aftur að sofa þegar heim kom enda svo árla dags að ekki var hægt að taka hús á neinum þar suðurfrá. OG núna er svona værðar stand á okkur gamla slektinu og við að velta því fyrir okkur að fara bara í miðbæinn dag og vera kærulaus........Því ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 19:51
Sól og aftur sól
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2008 | 20:04
Flæðareyri
Mikið ofboðslega er ég fegin að það eru 4 ár í næstu Flæðareyrarferð. Við semsé spændum þangað og Jónas flutti okkur á staðin úr Bæjum með bát fram og til baka. Við lágum þarna í tjaldi 2 nætur og fengum geðveikt veður á laugardaginn. Við fórum svo til baka í gær og Palli og Anja löbbuðu dalsheiði til baka . Alllir hressilega grillaðir eftir þetta og þarf að bylta sér varlega þessa stundina ,axlirnar steiktar.. Illilega... Ferðin var að ölluleit góð nema það var fylleríspakk sem var að tralla uppí móanum fyrir ofan tjaldið hjá okkur í alla fyrrinótt og virtist halda að það væri hálf tíma skakkt því það fór ekki að sofa fyrr en 9 í gærmorgun og skildi þá slóðina eftir af flöskum og dósum útum allt. Áleiðinni til tjalds mátti sjá þessa verðandi ungu menn míga ofaní grill holur fólksins og það rauk vel úr eins og gefur að skilja. Ógeðslegt. Mætti halda að það hafi gleymst að ala fólk upp. Þvílík er umgengnin. En auðvitað er þetta tuð það á að vera allt í lagi að míga í rúmið og á gólfið heima hjá fólki sem gerir svona það eru allavega skilaboðin sem fólk er að senda með þessari framkomu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2008 | 09:21
'A góðum degi
Ég á frí í dag jíbbí ......Það er ógeðlega gott að vera í fríi og geta lesið blaðið sitt í leti kasti niðri í eldhúsi og safnað kjarki í það sem þarf að gera Og þegar brestur á að fara að byrja er enn betra að fara bara í tölvuna. Jæja.. það er búið að vera allavega stórkostlegt veður undanfarið. sólin og blíðan alveg stórkostleg. Að vísu er allt að verða frekar þurrt og það gerði ekkert til svona náttúrunnar vegna að það myndi gera viku rigningu. Það mætti byrja í kvöld þegar þessir blessaðir tónleikar byrja. Það er nefnilega svolítið hjákátlegt að þegar fólk er að halda tónleika eins og þessa þar sem er óskað eftir því fólk gangi nú eða taki strætó af því þetta sé í þágu náttúrunnar að þetta sama fólk og fólk í þeirra stöðu er á einkaþotum og með herdeild í kringum sig. Ekki beint náttúru vænt... Svipað og þegar forsetisráðherrann hvatti okkur til að spara og vera hógvær á meðan þar er ferðast með einkaþotu og eftirlauna skandallinn er ekki afnuminn. Þetta kallast hræsni og gerir menn ótrúverðuga.. En útí aðra sálma.. Þetta var útúrdúr... Þessum annars dásamlega árstíma sem er minn uppáhalds tími fylgir nefnilega slæmska að vísu ekki mjög alvarleg í mínu tilviki en leiðinlega þó.. Ég er nefnilega alltaf kvefuð á þessu tíma. Fæ stundum á bestu dögum hálsbólgu og óþverra í augun en það er mjög sjáldan svo slæmt. En þetta kvef stendur í bestu sumrum svona í einn og hálfan mánuð mis slæmt eða gott. Ég varð aldrei var við þetta þegar ég bjó á Munaðarnesi. Það myndu bræður mínir segja að væri vegna þess að þar væri loftið betra en alstaðar annarstaðar og vissulega er loftið þar gott. Svalinn af sjónum er alvega einstaklega hressandi og ferskur og ég reikna með því að það sé ásæðan fyrir að ég varð aldrei var við þetta sem barn. Þegar ég flutti í Hafnardal byrjaði ballið. Ég bara skildi ekkert í þessu kvefi sem aldrei ætlaði að lagast. Auðvitað var mikill gróður þar í nágrenninu. OG allur kjarrgróðurinn sennilega mesti sökudólgurinn enda þegar birkið stóð í sem mestum blóma þá var ég verst. Ég varð endanlega sannfærð um hvað að mér var þegar einn daginn við vorum að sturta heyi inní hlöðu og þetta var snemma sumars. Þegar verið var að puðra grasinu úr vagninum og ég stóð álengdar við hey og frjómökkinn varð ég hreinlega veik. Ég fékk á nóinu hálsbógu missti röddina og stíflaðist snarlega. Sem sagt ég er með frjóofnæmi.. Keypti einu sinni blóm mjög fallegann vönd í Borgarnesi og lagði í aftursæti bílsins og ók af stað. Þegar komið var upp undir Bifröst veit ég ekki hvert ég ætlaði. Ég fattaði hvað var að og setti blóminn í kassa fram í skotti en bíllinn var orðinn svo gegnsósa af frjóum að ég varð að hafa gluggann opinn og stinga höfðinu út reglulega þangað til að á Brú var komið og ég gat pásað og loftað bílinn út.. Þessi tvö skipti hafa verið verst. Blómabúðir eins og þær eru yndislegar eru verstar. Ég er í vandræðum þar. Í vetur þegar Bára mín var jörðuð og við fórum til að velja kransinn þá þurftum við að sitja inná verkstæðinu meðan verið var að fylla formið út og ganga frá pöntuninni og þó maðurinn sem það framkvæmdi væri fær í blómafræðunum var hann ekki sleipur á tölvu með vísifingrunum og ég var nánast veik þegar út var komið. En sumarið er svo yndislegt að þetta verður bara að hafa það. Það er ekki alltaf hægt að hafa hlutina fullkomna.. Þessvegna henntar mér vel að búa uppí holti þar sem er smá vindur því þar hreinsast þá loftið á milli. Og svo er jú hægt að skreppa á Strandir ef ég verð slæm. Þokan er nefnilega mein holl. Aldrei frjó að þvælast fyrir manni í henni Annars er Reynir að vinna í dag og þegar hann kemur heim á að brenna á Nauteyri og gera sig klára fyrir Flæðareyri á næstu helgi ef verið skildi leyfa það.....Og svo er okkur boðið í afmæli í Hafnardal í kvöld hjá Hemma en það er spurning hversu snemma við verðum kominn hvort það tekst...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2008 | 22:03
Mánudagssól
Ég kláraði að bera á pallinn í gær og sólbrann hressilega við það. Ég var eins og vígahnöttur í framan í gærkvöldi. Reynir kláraði líka að loka því sem eftir var í bili svo nú er smá pása hvað pallinn varðar.. Það var frekar rólegur dagur í vinnunni og einn af vinnufélögunum átti stór afmæli og því var terta í kaffinu sem við gúffuðum í okkur. Þessi blíða er með ólíkindum og því slepptum við ræktinni í kvöld en fórum þess í stað í langann góðan göngutúr uppá Ásfjall og í kringum tjörnina og heim, Ætluðum að taka hús á Önnu systur en hún reyndist útá lífinu svo það klikkaði Gengur betur næst,,,, Það er allt að verða mjög þurrt og allar græjur til vökvunnar eru að verða uppseldar annað árið í röð í búðinni og skilst mér samt hafi verið panntað miklu meira inn til að vera viðbúin ástandinu..Jæja þá er bara eftir fótboltinn em mikið ógeðlega var ég glöð að Spánverjar skildu senda helv Ítalina heim í gær.. Ég þoli ekki þessar vælandi tískudrengi sem má varla blása á svo þeir detti ekki grenjandi og skælandi á vellinum og að sjálfsögðu stórslasaðir þangað til enginn nennir að tala við þá. Algjörir leikarar...Frábært.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar