Að loknu sumarfríi

Það er alveg yndislegt að fara í sumarfrí. Fyrir mér er það eitthvað sem ég hef ekki gert í rúm 20 ár á þeirri forsendu að ég skammti mér ekki fríðið sjálf heldur eigi frí á vissum tíma. Við höfum sem sé átt frí undanfarnar tvær vikur og verið að mestu leiti á Nauteyri. Við byrjuðum reyndar á að fara til Ísafjarðar og heimsækja vini ættingja og tengdó og sjá húsið sem Indriði er búin að vera að vinna við að endurbyggja undanfarin 2 ár. Síðan höfum við að mestu leiti átt dagana á Nauteyri. Skroppið að vísu einn dag norður í Árneshrepp og fylgst með þeim bræðrum mínum og frændum fara hamförum við að steipa plötuna á bústaðnum hans Ragga sem rís á hólnum á Munaðarnesi  þessa dagana. Við heimsóttum Kaffi Norðurfjörður og fengum þar kaffi og meðlæti. Velheppnaður og notalegur staður hjá Gulla frænda mínum og frú. Það var að sjálfsögðu farið í kaupfélagið á Hólmavik og kíkt á þá vini okkar Brand og Lilju og Drífu sem alltaf er frábært að hitta og í raun alltof langt í að okkar mati. En við náum ekki að heimsækja þau Stínu og Alfreð en hittum þau svo í seinna skiptið sem við fórum í búð og fengum þau þess í stað hingað á Nauteyri í mat sem var ekki síðra. Potturinn hefur svo sannarlega verið notaður í botn og er  frábær að venju. Annars hefur rjúpa með 5 unga verið á vappi hérna um hlaðið hjá mér. Tvær fullorðnar rjúpur hafa einnig verið á vappinu og gaman af þessu en svo höfum við verið að taka eftir að ungunum fer fækkandi. Svo í gær vissi ég ekki hvað gekk á.  Það  var ferlegur hávaði úti og fuglarnir gargandi. Þegar ég svo gekk út fyrri húsið blasti við mér Fálki sem sat þar á þúfi með fullorðna rjúpu og var að kjamsa á henni. Óhugnarlegt en samt ótrúlega fallegt  og tignarlegt. Svona er nú bara náttúran. Og bráðum verður farið að smala og slátra lömbunum svo við höfum eitthvað að borða eins og fálkinn. En annars hefur handboltin verið fyrirferðamikill og  bóndinn þurft að fylgjast með en ég hef reynt að láta lítið fara fyrir mér svo og gera eitthvað annað á meðan svo ég trufli ekki. En þegar honum lauk í dag var svo lagt af stað suður og komið heim í Svöluásinn um áttaleitið.. En svo að lokum. Í síðustu viku fjallaði ég um vegkaflann í Þorskafirðinum sem hefur verið gjörsamlega ófær í sumar og til skammar fyrir verktakann og vegagerðina. Orðalagið fór fyrir brjóstið á eitthverjum sem kallar sig Vestfirðing. Það er lágmarkskrafa að fólk setji nafn sitt undir athugasemdir ella sleppi því. Nafnlaust gjamm er ekki svaravertAngry

Sumarfrí

Við erum núna í sumarfrí hjónin og fórum af stað á laugardaginn. Mættum svo á Ísafjörð í gær og heimferð á Nauteyri á morgun. Þetta er rólegt letilíf og bara notalegt. Við stefnum svo að að vera á Nauteyri þar til að fríi lýkur. Annars verð ég að pirra mig lítilega. Það er vegkafi í Þorskafirði sem er verið að gera. Ég er búin að fara nokkrar ferðir þarna um í sumar og það hefur ekkert gerst og þetta er gjörsamlega ófær vegur. ALGÖR helurð. Hvurslags vinnubrögð eru þetta? Er ekki einu sinni hægt að drullast til að bera eitthvað fínlegra ofaní veginn svo hægt sé að keyra hann stórslysa laust þó menn nenni ekki að vinna í nokkra mánuði???


Pleeeee

Við áttum yndislega helgi á Nauteyri um síðustu helgi. Sól og blíður og við hjónin spændum á Nauteyrarfjallið í göngutúr sem var alveg frábær. Við nutum þess að hafa þau Palla og Önju hjá okkur að hluta og hún sá um sunnudagsgrillið sem við að vísu tókum þátt í að gera með hennar leiðsögn og það ótrúleg var alveg ótrúleg upplifun að sitja undir vegg og taka matinn beint að grillinu sem var gert á staðnum og borða hann þar. Já sona á þetta að vera. 'Eg er að bíða eftir að fara í sumarfrí og get bara ekki gert að því að mér er farið að hlakka verulega til.  Það er verið að undirbúa útsölu hjá okkur og það er á morgunn sem það byrjar og það er smá bras væntanlega í fyrramálið þegar það byrjar að koma því á koppinn.. Tina vinkona mín var að koma frá Króatiu og færði mér yndilega nýpressaða ólífuolíu  algjörlega án allra aukaefna. Bara beint að skepnunni.. Ég elska ólífuolíu sérstaklega þessa fersku og eins var olían sem Palli kom með frá Spáni alveg heví. En ég var nú aðþví kominn að hætta að blogga, Síðan mín var í klessu og það var alveg sama hvað ég gerði til að reyna að laga hana það endaði með því að myndin af mér var ein eftir. Ég gerði svo nokkara tilraunir í gær og það hafðist að lokum að koma henni á koppinn á ný og þess vega kem ég til með að bulla eitthvað lengur á þessari síðu...Tounge


sól og aftur sól

Þetta var ótrúlega heitur og yndislegur dagur eða eins og Ásgeir vinnufélagi minn og snillingur orðaði það grenjandi sólskin. En þegar heim kom var að sjálfsögðu grillað og borðað á pallinum. Palli og Anja komu og borðuðu með okkur og það var bara gaman. Sivi er  að vinna. Já hann er kominn drengurinn frá ríki Betu og er nokkuð  sæll með sig á eftir bara enda held ég að þetta hafi bara allt verðið eins og átti að vera enda hvernig á annað að vera, égmeina að fara til London það er bara snilld og borginn frábær. Ég væri til í að fara þangað bara reglulega. Ekki það að það sé ekki víða gaman en það er eitthvað við London sem er svo frábært. Jæja ég ætlaði ekkert að tjá mig en svo byrjar maður bulllið og getur ekkki hætt. Við stefnum á NAuteyri á næstu helgi og svei mér ef ég er ekki farinn að hlakka til.LoL


Leti......

Mikið ógeðslega er ég löt núna. Ég ligg uppí rúmi með tölvuna og dotta milli þess sem ég skoða síðurnar. Við vorum að spá í að skreppa í Grundarfjörð á hátíðina sem þar er. Hitti Helga löggu sem var að versla props fyrir hátíðina og þá birjaði að gerjast í manni löngun að fara.   Enda var hann ekki að draga úr því að spana mig að fara..En þá uppgötvaði ég stórt vandamál, Nefnilega það að allur viðlegu útbúnaður er á Nauteyri eftir Flæðareyrarhátiðina. Við skildum allt þar eftir og ákváðum að skoða það þegar við færum vestur um versló að ákveða hvað færi suður aftur og hvað ekki. Mundi ekkert eftir neinni hátið.... Jæja það verður að hafa það . Reyni bara að fara að ári.Blush Við erum samt að spá í að skreppa í bíltúr í dag eitthvað kannski lengra en styttraSideways   Af Englandsfaranum er allt gott að frétta.Hann átti afmæli í gær og var þá á flandri milli London, Notthinghan og endaði í  Leicester þar sem  hann endaði með matarboði hjá vinum sínum sem þar búa. Hann er búin að skoða af því er ég best veit flest stríðsmynjasöfn sem þar eru og er bara nokkuð sæll með sig. Heimferðin er svo á morgunn.Wink

Drengurinn farinn til útlanda

Á þessum yndislega morgni erum við á fótum í annað sinn. Við tókum daginn snemma og vöknuðum um 5 og keyrðum Siva úta flugvöll. Drengurinn minn litliTounge er 25 ára í vikunni og við fjölskyldan sendum hann úr landi. Nánar tiltekið til London. Þar gistir hann nánast við tröppurnar á Britsh Museum og spangar þar um götur næstu daga en kemur svo ef allt  fer eins og við er búist að viku liðinni. Það er ekki vegna þess að við séum svo ólm í að losna við hann að við fórum þessa leið. Síður en svo ég hefði alveg verið til í að halda stórpartý á pallinum fyrir hann eða lána honum slotið. En þetta er eitthvað sem ég veit að honum langaði til að gera og er betra en að senda hann með gjafabréf í
Smáralind eða Kringluna.  Og  þetta gott fjörefni í sálina.  Ég veit  að allir fjölskyldumeðlimir hafi verið nokkuð sáttir og glaðir með þetta fyrir hans hönd og ég veit að það verður gaman því London er æðisleg..Smile Vð  fórums svo aftur að sofa þegar heim kom enda svo árla dags að ekki var hægt að taka hús á neinum þar suðurfrá. OG núna er svona værðar stand á okkur gamla slektinu og við að velta því fyrir okkur að fara bara í miðbæinn dag og vera kærulaus........Því ekkiWink

Sól og aftur sól

Þá er maður heldur að jafna sig eftir sólbrunann á síðustu helgi. Sennilega verður maður bara nokkuð dökkur eftir þetta allt saman. Það er sama blíðan hérna og sól og blíða dag eftir dag. Við fórum í göngutúr í fyrra kvöld og gengum niður í kirkjugarð. Áleiðinni yfir göngubrúna sáum við lögregluna á blikkandi ljósum tvo bíla og mótorhjól í eltingarleik eftir fólksbíl.Þegar yfir brúna kom var hersingin kominn uppá Ásbrautina sem við höfum verið að enda við að ganga yfir og vit menn þar keyrði löggan bílinn útí kant og dró svo liðið út. Frekar ónotalegt að verða vitni að þessu og ég var lengi með ónot á eftir. Bara augnabliki eftir að við vorum þar. Ég er hrædd um að við hefðum orðið  frekar klesst ef það heCrying fði orðið. Það er mikið um sumarleyfi í vinnunni hjá mér þessa dagana og ekki margir fullorðnir í vinnu. Eiginlega full fáir satt að segja. En svo fer ég sjálf í sumarfrí í fyrir miðjan ágúst og þá ætlum við að vera meira og minna á Nauteyri...InLove

Flæðareyri

Mikið ofboðslega er ég fegin að það eru 4 ár í næstu Flæðareyrarferð. Við semsé spændum þangað og Jónas flutti okkur á staðin úr Bæjum með bát fram og til baka. Við lágum þarna í tjaldi 2 nætur og fengum geðveikt veður á laugardaginn. Við fórum svo til baka í gær og Palli og Anja löbbuðu dalsheiði til baka . Alllir hressilega grillaðir eftir þetta og þarf að bylta sér varlega þessa stundina ,axlirnar steiktar.. Illilega... Ferðin var að ölluleit góð nema það var fylleríspakk sem var að tralla uppí móanum fyrir ofan tjaldið hjá okkur í alla fyrrinótt og virtist halda að það væri hálf tíma skakkt því það fór ekki að sofa fyrr en 9 í gærmorgun og skildi þá slóðina eftir af flöskum og dósum útum allt. Áleiðinni til tjalds mátti sjá þessa verðandi ungu menn míga ofaní grill holur fólksins og það rauk vel úr eins og gefur að skilja. Ógeðslegt. Mætti halda að það hafi gleymst að ala fólk upp. Þvílík er umgengnin. En auðvitað er þetta tuð það á  að vera allt í lagi að míga í rúmið og á gólfið heima  hjá fólki sem gerir svona það eru allavega skilaboðin sem fólk er að senda með þessari framkomu.... Blush


'A góðum degi

Ég á frí í dag jíbbí ......Það er ógeðlega gott að vera í fríi og geta lesið blaðið sitt í leti kasti niðri í eldhúsi og safnað kjarki í það sem þarf að geraTounge Og þegar brestur á að fara að  byrja er enn betra að fara bara í tölvuna. Jæja.. það er búið að  vera allavega stórkostlegt veður undanfarið. sólin og blíðan alveg stórkostleg.  Að vísu er allt að verða frekar þurrt og það gerði ekkert til svona náttúrunnar vegna að það myndi gera viku rigningu. Það mætti byrja í kvöld þegar þessir blessaðir tónleikar byrja. Það er nefnilega svolítið hjákátlegt að þegar fólk er að halda tónleika eins og þessa þar sem er óskað eftir því fólk gangi nú eða taki strætó af því þetta sé í þágu náttúrunnar að þetta sama fólk og fólk í þeirra stöðu  er á einkaþotum og með herdeild í kringum sig. Ekki beint náttúru vænt...  Svipað og þegar forsetisráðherrann hvatti okkur til að spara og vera hógvær á meðan þar er ferðast með einkaþotu og eftirlauna skandallinn er ekki afnuminn. Þetta kallast hræsni og gerir menn ótrúverðuga..Woundering En útí aðra sálma.. Þetta var útúrdúr... Þessum annars dásamlega árstíma sem er minn uppáhalds tími fylgir nefnilega slæmska að vísu ekki mjög alvarleg í mínu tilviki en leiðinlega þó.. Ég er nefnilega alltaf kvefuð á þessu tíma. Fæ stundum á bestu dögum hálsbólgu og óþverra í augun en það er mjög sjáldan svo slæmt. En þetta kvef stendur í bestu sumrum svona í einn og hálfan mánuð mis slæmt eða gott. Ég varð aldrei var við þetta þegar ég bjó á Munaðarnesi. Það myndu bræður mínir segja að væri vegna þess að þar væri loftið betra en alstaðar annarstaðar og vissulega er loftið þar gott. Svalinn af sjónum er alvega einstaklega hressandi og ferskur og ég reikna með því að það sé ásæðan fyrir að ég varð aldrei var við þetta sem barn.  Þegar ég flutti í Hafnardal  byrjaði ballið. Ég bara skildi ekkert í þessu kvefi sem aldrei ætlaði að lagast. Auðvitað var mikill gróður þar í nágrenninu. OG allur kjarrgróðurinn sennilega mesti sökudólgurinn enda þegar birkið stóð í sem mestum blóma þá var ég verst.  Ég varð endanlega sannfærð um hvað að mér var þegar einn daginn við vorum að sturta heyi inní hlöðu og þetta var snemma sumars. Þegar verið var að puðra grasinu úr vagninum og ég stóð álengdar við  hey og frjómökkinn varð ég hreinlega veik. Ég fékk á nóinu hálsbógu missti röddina og stíflaðist snarlega. Sem sagt ég er með frjóofnæmi.. Keypti einu sinni blóm mjög fallegann vönd í Borgarnesi og lagði í aftursæti bílsins og ók af stað. Þegar komið var upp undir Bifröst veit ég ekki hvert ég ætlaði. Ég fattaði hvað var að og setti blóminn í kassa fram í skotti en bíllinn var orðinn svo gegnsósa af frjóum að ég varð að hafa gluggann opinn og stinga höfðinu út reglulega þangað til að á Brú var komið og ég gat pásað og loftað bílinn út.. Þessi tvö skipti hafa verið verst. Blómabúðir eins og þær eru yndislegar eru verstar. Ég er í  vandræðum þar. Í vetur þegar Bára mín var jörðuð og við fórum til að velja kransinn þá þurftum við að sitja inná verkstæðinu meðan verið var að fylla formið út og ganga frá pöntuninni og þó maðurinn sem það framkvæmdi væri fær í blómafræðunum var hann ekki sleipur á tölvu með vísifingrunum og ég var nánast veik þegar út var komið. En sumarið er svo yndislegt að þetta verður bara að hafa það.  Það er ekki alltaf hægt að hafa hlutina fullkomna..  Þessvegna henntar mér vel að búa uppí holti þar sem er smá vindurGrin því þar hreinsast þá loftið á milli. Og svo er jú hægt að skreppa á Strandir ef ég verð slæm. Þokan er nefnilega mein holl. Aldrei frjó að þvælast fyrir manni í henniWink Annars er Reynir að vinna í dag og þegar hann kemur heim á að brenna á Nauteyri og gera sig klára fyrir Flæðareyri á næstu helgi ef verið skildi leyfa það.....Og svo er okkur boðið í afmæli í Hafnardal í kvöld hjá Hemma en það er spurning hversu snemma við verðum kominn hvort það tekst...Smile


Mánudagssól

Ég kláraði að bera á pallinn í gær og sólbrann hressilega við það. Ég var eins og vígahnöttur í framan í gærkvöldi. Reynir kláraði líka að loka því sem eftir var í bili svo nú er smá pása hvað pallinn varðar..  Það var frekar rólegur dagur í vinnunni og einn af vinnufélögunum átti stór afmæli og því var terta í kaffinu sem við gúffuðum í okkur. Þessi blíða er með ólíkindum og því slepptum við ræktinni í kvöld en fórum þess í stað í langann góðan göngutúr uppá Ásfjall og í kringum tjörnina og heim, Ætluðum að taka hús á Önnu systur en hún reyndist útá lífinu svo það klikkaði Wink Gengur betur næst,,,, Það er allt að verða mjög þurrt og allar græjur til vökvunnar eru að verða uppseldar annað árið í röð í búðinni og skilst mér samt hafi verið panntað miklu meira inn til að vera viðbúin ástandinu..Jæja þá er bara eftir fótboltinn em mikið ógeðlega var ég glöð að Spánverjar skildu senda helv Ítalina heim í gær.. Ég  þoli ekki þessar vælandi tískudrengi sem má varla blása á svo þeir detti ekki grenjandi og skælandi á vellinum og að sjálfsögðu stórslasaðir þangað til enginn nennir að tala við þá. Algjörir leikarar...Frábært.....Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband