24.3.2008 | 20:05
Að vera burtfluttur???
Þá er páskafríið að vera búið. Ég skal játa að þetta var ósköp gott en heilsufarið hefði mátt vera betra. Við erum hvorugt orðin nógu góð af kvefinu og að því leiti hefur verið mjög gott að geta hvílt sig og safnað kröftum. Palli og Anja komu í gær í kvöldmatinn og voru bara rétt kominn í bæinn því þau fóru á Aldrei fór ég suður og voru að mér heyrðist nokkuð sátt þrátt fyrir langt ferðalag. Ég kíki alltaf reglulega á Strandavefinn og hef reyndar lengi gert, Lengi vel var síðan mín með link inná tenglavefnum þeirra sem og síða sona minna. Í fyrra læsti ég síðunni minni í nokkra daga því ég var orðin leið á ómerkilegum nafnlausum kommentum. Minn linkur var þá tekinn út þar í kjölfarið og það var svo sem alveg að ósekju minna vegna en óneitanlega svolítið hallærislegt þar eð ég hef oft séð síður sem eru þar inni læstar um lengri eða skemmri tíma. Ég veit að fullt af fólki notaði vef sona minna til að fara inná minn vef og annara ættingja minna sem halda úti bloggsíðum en núna er búið að taka linkinn þeirra útaf líka hversvegna í ósköpunum sem það er ,svo það er snúnara núna fyrir suma að heimsækja bloggsíður okkar Munaðarnessliðsins. Annars finnst mér nú reynda svolítið skondið að það skuli ekki vera einn einasti linkur á síður okkar pakksins frá þeim bænum af umræddri síðu. Við erum jú fæddir Strandamenn og ekkert síðri þó við séum frá þeim bæ sem var nyrsta byggða bólið í sýslunni þegar ég var að alast upp og er ekki löngu farinn í eyði og ættum ekkert að vera með neitt ómerkilegri pælingar sem Strandamenn en hver annar. Og erum brottfluttir Strandamenn þó við séum flutt.eins og aðrir. En við höfum stundum verið með óþægilegar skoðanir það er satt
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og erum við nú Munaðarnesliðið bara nokkuð mörg að blogga
Bryndís Guðmundsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:05
Akkkúrat
Lóa (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 07:21
Sæl
Sendu bara póst á strandir.is á láttu setja síðuna þína inn.
kvEBJ
Eygló Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.