26.3.2008 | 21:05
Miðvikudagsblogg
Það er svolítið fyndið stundum þegar maður vinnur í návígi við fólk eins og ég geri. Sumir koma inní búðina alveg sérstklega í þeim tilgangi að geta skeitt skapi sínu á manni. Og eru alveg sérstaklega næmir á fólk sem er nýbyrjað, að kvelja það og pína. Ég lennti í einum slíkumfljótlega eftir að ég byrjaði og það var frekar sýrt. En núna tek ég ekki eftir því þó eitthver sé með bögg eða þykist ver findinn. Flestir eru sem betur fer alveg yndilegt fólk og það sem meira er maður verður svona persóna hjá þvísem á að þekkja það. Eitthver sem kom í morgunn og svo aftur eftir háldegið og mætir svo um kaffið finnst alveg með ólíkindum að ég skuli ekki muna hvað hann heitir eða útáhvaða reikning hann tók út þ.a. númerið á reikningnum sem notað var. En þegar ég man það þá er ég sko alveg frábær manneskja og með ólíkindum að ég skuli muna allt þetta. Og svo þegar maður spænir yfir í Bónus þá heilsar þessir vinir mínir mér og þegar ég fer svo í kringluna eða eitthvað þá mætir maður fólki sem er sífelt verið að kinnka til manns kolli og ég er svosem ekki alveg klár hver þetta akkúrat er en það er allt í lagi. En mér er sagt af samstarfsfólkinu að þetta vari í talsverðan tíma eftir að fólk hættir í svona vinnu. Maður verði einskonar heimilisvinur. OG það skemmtilegasta er að það er alltaf að koma fólk með reglulegu millibili sem maður þekkir og hefur jafnvel ekki séð lengi. En við skruppum í ræktina í kvöld og það var í firsta skiptið í viku og það var nokkuð gott en hinsvegar um leið og maður fór að púla stóð maður á öndinni af hósta eins og mæðiveik rolla. En þetta er að lagast.
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.