29.3.2008 | 17:59
Gluggaveður
Það er fallegt gluggaveður á Höfuðborgarsvæðinu í dag. En mikið ógeðlega er vindurinn kaldur. Ég var að vinna og það er stuttur vinnudagur til þess að gera 7 tímar og þannig ættu allir vinnudagar að vera. Ég fór í gær með Palla mínum á bílasölu og keypti mér bíl. Skoda oktavia station 2005 árgerð og er bara nokkuð sátt með gripinn. Er svona nokkurnvegin að vera laus við kvefið en er samt rám og get ekki alveg hækkað röddina eins og skildi öllum til gleði í kring um mig. Annars er allt gott að frétta af okkur. Lífið gengur sinn vana gang og mig langar að koma því að af því að það er alltaf verið að spyrja okkur og eins syni okkar hvort við eigum ekki bágt og það sé ekki erfitt hjá okkur að hafa þurft að flytja: Við fluttum að fúsum og frjálsum vilja eftir vel ígrundaða ákvörðun, þetta var ekkert erfitt , við settumst uppí bílinn okkar og keyrðum til Hafnarfjarðar
Ekkert flóknara en það..Og ég get sagt það af heilum hug að ég öfunda ekki fyrrum kollega mína í bændastétt núna þegar allar þessar hækkanir dynja yfir og það eina sem þeir geta gert er að taka það af launaliðnum því þeir koma aldrei til með að fá þær hækkanir sem þeir þurfa í haust til að mæta öllum hækkunum. Áburður, olía, kjarnfóður og svo á plastið eftir að hækka líkt og olían því það hefur alltaf gert það. Það fylgist nefnilega merkilega að. Jæja þetta er nóg í bili. Það er þessi flotti fótbolti í sjónvarpinu sem ég þarf að horfa á
sí jú
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með nýja bílinn ,þettað eru góðir bílar svo þú getur nú flakkað að vild um borg og bí . FLOTT HJÁ ÞÉR.
KVEÐJA ANNA
Anna systir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.