Þetta gengur

Jarðaförin hennar Báru var í gær. Veðrið var fallegt og sólin skein. Það var fjölmenni og athöfnin falleg. Presturinn sem var í þessu tilviki kona talaðist nokkuð vel. Var svona á þeim nótum að það var frekar auðmýkt og var ekki að vinda tárakirtlana eins og sumum prestum er svolítið gjarnt á að gera til að gera tilfinningaflóðið sem mest eins og það sé ekki í flestum tilvikum nóg. Við fórum svo til Guðbjartar í gærkvöldi og þar var þvílíkt blómahaf að ég ofnæmisgemlingurinn er en með hálsbólgu. Ég hef nefnilega baslast alla tíð með snertur af  eittuhverju frjóofnæmi sem hefur versnað með aldrinum og veldur leiðindar kvefi og sviða í öndunnarfærin. Það var rólegur dagur í vinnunni í dag svo  við kvenfólkið reyndum að búa til verkefni og snérum öllu við og fórum að umbreyta skipaninni og það er gaman fyrir okkur en kúnnarnir og karlpeningurinn er ekkki allur eins hrifinn en samt flestir sem vinna í kring um okkur eru bara nokkuð sáttir við breytinguna og baslaganginn á okkur.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 606

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband