13.4.2008 | 13:41
13.apríl
Það er snjókoma núna og þykkt blautt snjóteppi yfir öllu. Við hjónin vöknuðum snemma eða um 8 og eftir sterkt og gott kaffi var farið út og mokað ofanaf bílnum sem var vel smurður ofan. Síðan var skellt sér í sund og var það alveg dýrlegt svona í morgunsárið og fáir í sundi þannig að það er gott að synda og enginn að bögga mann. Bóndinn er XX ára gamall í dag eða 51 árs. Og aldurinn fer honum ekki illa og eins og sagt er með gott vín að það lagist með aldrinum þá held ég að það eigi við okkur mannfólkið svona flest líka því vonandi læra flestir af lífinu og lífið batnar ,allavega hjá okkur. Svo er hún Bryndís frænka mín 30 í dag, Tíl hamingju elsku frænka. Ég á alltaf svo mikið í ykkur Guggu. Fékk að njóta þeirra forréttinda að fá að passa ykkur og dröslast með ykkur litlar sem var svo yndislegt. Núna sitjum við og erum að horfa á fótbolta og svo er stefnt á fermingarveislu í Garðinum seinna í dag. Ekki ónýtt á afmælisdaginn. Indriði er búin að vera veikur alla þessa viku og þetta er búin að vera versti veikinda vetur hans í manna mynnum. Núna hefur grafið í kinnholunum á honum en hann er að skríða saman. Verður vonandi ferða fær í skólann á morgunn..Annars er hann búinn að fá vinnu í sumar á sama stað og í fyrra.. Það er líka stór afmæli hjá Siva á árinu eða 25 pælið í þessu aldurin á börnunum hjá manni . Vá, Palli er nefnilega eldri og litla barnið mitt hann Indriði er 18 ára . Ég sem er svo bráðung að eigin matiekki deginum eldri en mér finnst ég vera. í alvörunni............................
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 606
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn þinn.
Við eldumst ekkert Lóa mín,það eru bara börnin sem ná okkur.
Rebekka Pálsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:37
TAKK FYRIR ÞAÐ það er búið að vera mjög gaman í dag. maður er búin að háma í sig kökur í allan dag
vill benda þér á síðu sem við systkini stofnuðum í dag.
http://munadarnes.blog.is
með kveðju Bryndís
Bryndís Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.