1.5.2008 | 10:15
1.maí
Í síðustu viku settist ég við tölvuna og bloggaði stóra og mikla færslu og var mikið niðrifyrir. En þegar ég ætlaði að hætta var tölvusambandið rofið og allt fór út. Móðurinn var líka runnin af mér og þar með ekkert blogg. En núna er 1. maí og þar að leiðandi frí. Og meðan ég safna kjarki að fara að þrífa húsið mitt er tilvalið að fara að blogga. Ég verslaði smá timbur í Húsó í gær svo hægt væri að klára pallinn við húsið mitt svo við getum farið að ganga útá hann og fara að nota hann t.d. til að grilla Mikið hroðalega er timbur dýrt sérstklega þegar maður þarf að borga það sjálfur. Ég man eftir þessum degi fyrir 10 árum. Ég var til heimilis á Flókagötunni þá og strákurinn minn á sjúkrahúsinu í sinni 3 meðferð við krabbanum sem þá hrjáði hann. Það var gott veður og ég labbaði uppá spítala eins og ég var vön. Þetta var góður spotti og ég var um það bil 25 mín að ganga þetta. Þegar ég gekk yfir holtið fram hjá Hallgrímskirkju þá var þar múgur og margmenni og ég skildi ekkert í hvað allt þetta fólk var að gera. En þegar ég sá lúðrasveit og alles þá rann það upp fyrir mér að það var 1. maí. Svona var ég sambandlaus við samtímann þá. Ég er með hroðalegann hósta sem er búin að hrjá mig í 3 vikur rúmar og eftir því sem læknir sem ég fór til í síðustu viku sagði mér má ég reikna með 3 til vðbótar. Það er svo að Atli vinur minn á kassanum er farinn að hafa orð á því að ég eigi að fara að minnka reykingarnar. Við erum að stofna léttvínsklúbb í vinnunni hjá mér núna og hann byrjar á morgunn. Samstarfkona mín stakk uppáþessu og ég er þannig að þá veð ég af stað eða eins og sagt er að gott sé að etja fíflinu á foraðið , það er ég og svo veit ég aldrei fyrr en ég er komin á kaf í pittinn hvað ég hef komið mér í. og kemst ekki úppúr. Jæja ég sem sé óð á milli starfsmanna og núna er dæmið að fara á stað og allir spenntir. Það sem maður lætur hafa í útí. Jæja þetta verður gaman og þeir sem eru þurrir á staðnum eru eiginlega fúlir yfir að geta ekki verið með. En vilja ekki sitja uppi með eithvað sem þeir ekki drekka. Skil það vel Jæja þá e best að hætta þessu bulli og fara að manna sig í að þrífa of reyna að vera svo duglegri að blogga.........
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 606
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.