5.5.2008 | 21:27
Vorið
Við höfum verið að myndast við að gera pallinn nothæfan sem er á bakvið húsið okkar. Það var semsé pallur tæplega hálfklárraður og ekki hægt að nota hann af neinu viti því það vantaði bilið við dyrnar svo hægt væri að ganga útá hann og nota hann í veðurblíðunni og t,d , grilla. En núna er þetta allt að potast áfram og þegar stóru hunangsflugurnar koma sveimandi um þá er frekar vorlegt orðið. Það er svo notalegt. Vorið er besti tími ársins og ég er mikið vorbarn. Þá er náttúran að vakna og Maður heyrir í fuglunum aftur sem hafa verið í löngu fríi. Ég á þá mynd af vorinu í huga mér þegar var verið að koma að landi með grásleppuhrognin og ég heyrði í trillunni koma og mávinum og ritunni garga í yfir henni og vonast eftir æti sem auðvitað var væntanlegt. Samt er eitthvernvegin alltaf þoka í þessari mynd og hún gerir svolitla dulúð í minningunni sem er mjög yndislegt. Annars er það svo sterkt í huga mér þessa dagana að núna eru 10 ár síðan Palli var í sinni meðferð. 10 ár að-- hugsa sér. Svo lagt síðan en samt finnst mér það mjög stutt. Svo margt hefur skeð á þessum tíma bæði gott og vont sem best er að vera ekki að rifja upp. En þessi reynsla þó hræðileg væri gerði mig mjög sterka ,sterkari en ég hélt að ég gæti orðið og kenndi mér þó ég væri ekkert sérstaklega veraldlega sinnuð hvað er raunverulega verðmætt í lífinu. OG það eru börnin og maki og manns nánustu. Ekkert annað er í raun og veru verðmætt. En ég er líka miklu meirari gagnvart þeim sem eiga erfitt og ég skynja sársauka fólks mikið betur því ég get að vissu leiti sett mig í þeirra spor og ég lít á mig sem einstaklega lánsama mannesku því það njóta ekki allir þeirra gæfu að heimta barnið sitt til baka úr jafn alvarlegum veikindum og krabbamein er. En líklega er þetta af þvi að núna er sá tími þ.e. maí sem ég var hvað lengst ein með honum því Reynir og strákarnir voru fyrir vestan þá og það var sauðburður og nóg að gera. Jæja þetta er svona fortiðar pæling. En nuna stendur til að elda ábristir á morgunn því Páli áskotnaðist það hnossgæti svo það verður kvöldmatur annað kvöld og fáséð nammi.......
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 606
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.