Þoka og suddi

Það er milt og rakt loft í höfuðborginni núna þessa dagana. Þokan var svo þykk í dag að mér fannst ég nánast fá strandafíling. Ég vinn frekar langann vinnudag og er löt að heimsækja mína nánustu , skammarlega löt.  Ég ætla alltaf að fara eitthvert kvöldið en svo nenni ég því ekki þegar til kemur. Annars er allt gott af okkur að frétta. Við hóstum nokkur á heimilinu all hressilega en mér er loks að byrja að skána eftir 5 vikur.Crying   Ég játa að þetta er með lengstu kvefpestum sem ég hef fengið. OG með þeim verri. Við förum til Ísafjarðar um helgina það stendur til að ferma Hákon Óla og það verður töff því ég á að vinna á laugardaginn. Ég á frí á föstudag þarf að erindast smávegis þnn daginn en vinn svo laugardaginn og svo ætlum við að bruna af stað og gista á Nauteyri um nóttina og fara fram og til baka þann daginn.   Nenni ekki að keyra í beit til og frá Ísó. Samt get ég ekki sagt að mig langi neitt sérstaklega  að fara í djúpið.  Það er ekkert sem dregur mig þangað . Þannnig að það er nokkuð augljóst að ég hef verið búin að fá þokkalega nóg af verunni þar vestra.....Sideways Annars er Reynir að verða slappur en vonandi veikist hann ekki í það minnsta  vonandi orðinn hressari á laugardag.  Annars á Sædís mín afmæli í dag og þau skötuhjúin fóru á Pizza stað í tilefni dagsinsHeart En annars voru ábristirnar mjög góðar og potturinn vægast sagt sleiktur innan. Tounge langt síðan þetta  hefur verið á borðum.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 606

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband