7.5.2008 | 21:56
Þoka og suddi
Það er milt og rakt loft í höfuðborginni núna þessa dagana. Þokan var svo þykk í dag að mér fannst ég nánast fá strandafíling. Ég vinn frekar langann vinnudag og er löt að heimsækja mína nánustu , skammarlega löt. Ég ætla alltaf að fara eitthvert kvöldið en svo nenni ég því ekki þegar til kemur. Annars er allt gott af okkur að frétta. Við hóstum nokkur á heimilinu all hressilega en mér er loks að byrja að skána eftir 5 vikur.
Ég játa að þetta er með lengstu kvefpestum sem ég hef fengið. OG með þeim verri. Við förum til Ísafjarðar um helgina það stendur til að ferma Hákon Óla og það verður töff því ég á að vinna á laugardaginn. Ég á frí á föstudag þarf að erindast smávegis þnn daginn en vinn svo laugardaginn og svo ætlum við að bruna af stað og gista á Nauteyri um nóttina og fara fram og til baka þann daginn. Nenni ekki að keyra í beit til og frá Ísó. Samt get ég ekki sagt að mig langi neitt sérstaklega að fara í djúpið. Það er ekkert sem dregur mig þangað . Þannnig að það er nokkuð augljóst að ég hef verið búin að fá þokkalega nóg af verunni þar vestra.....
Annars er Reynir að verða slappur en vonandi veikist hann ekki í það minnsta vonandi orðinn hressari á laugardag. Annars á Sædís mín afmæli í dag og þau skötuhjúin fóru á Pizza stað í tilefni dagsins
En annars voru ábristirnar mjög góðar og potturinn vægast sagt sleiktur innan.
langt síðan þetta hefur verið á borðum.....
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 606
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.