25.5.2008 | 14:12
Smá sunnudags pæling
Ég vinn annann hvern laugardag. Byrja þá aðeins seinna en aðra daga og mæti kl. 9 til vinnu. Sá dagur er reyndar styttri en aðrir og er búin kl 16.00. Það er alveg einstaklega notalegt að setjast niður í eldhúsi með ristaða brauðið sitt og nýlagað rótsterkt kaffi og lesa blöðin áður en ég fer í vinnuna. Ég kaupi engin dagblöð en fæ bæði Fréttablaðið og 24stundir innum lúguna. Að öllu venjulegu byrja ég á Fréttablaðinu en á laugardögum er það 24stundir og ástæðan er aðalega sú að ég get ekki beðið eftir að lesa pistillinn hans Illuga sem alltaf er þar á þeim degi og hann er frábær penni. Verst að hann skuli ekki vera oftar. Og í gær klikkaði hann ekki fremur venju og skrifaði um móttöku flóttamanna. Ég er honum svo hjartanlega sammála og skora á alla að lesa þessa grein. Mér er svo misboðið að hlusta og lesa á það sem sumt fólk lætur útúr sér þessa dagana að það hálfa er nóg. Þegar að fólk ræðst á þá sem flutt hafa hingað hvort sem það hefur flúið eða er bara að leita að betra lífi þá finnst mér við skjóta okkur illilega í fótinn. Þetta fólk gerir ekkert nema að auðga menningu okkar og var hún ekki svo merkileg fyrir. Það er samt misjafn sauður í mörgu fé og það á að sjálfsögðu við það fólk sem hingað kemur líkt og gerist og gengur en er ekki líka misjafn sauður hjá okkur sjálfum??? Ég hef ekki orðið var við annað. Við þurfum ekki annað en að lesa blöðin og sjá þá sem hafa verið að berja mann og annan og misnota börn bæði sín sem annara. Svo í guðanna bænum þá ætti nú fólk að líta í eigin barm . Og þeir sem eru að rembast við að vera í stjórnmálum og vilja láta taka sig alvarlega ættu annað hvort að fara að fá sér annann starfsvetvang ellegar skammast sín fyrir þá steipu sem þeir hafa látið út úr sér undanfarið og biðjast afsökunnar á ruglinu. Og svo ættu nú sumir að hætta að reyna að verja þá og leyfa þeim bara að grafa sig í eigin eðju. Allavega er það hæpin grundvöllur að byggja viðhald heils stjórmálaflokks á svoleiðis málflutningi. Nema ætlunin sé að útrýma sjálfum sér. Það er kannski sjónarmið í sjálfum sér... Ég er svo heppin að með mér vinnur ung kona sem kom hingað sem flótta maður frá Króatíu fyrir um nokkrum árum. Hún var unglingur þegar þetta var. Hennar fjölskylda býr hér á svæðinu og ég hef kynnst fólkinu hennar lítilega. Þetta er frábær manneskja hvernig sem á það er litið bæði hörku dugleg og alveg einstaklega ljúf og yndisleg manneskja. Hún auðgar minn vinnustað svo sannarlega. Það er því miður ekki hægt að segja það sama um alveg alla sem þar vinna þó sem betur fer er lang stæðsti hópurinn sé frábært fólk. En þar er misjafn sauður í mörgu fé eins og víða og erum við hin þó fæddir hér
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.