17.6.2008 | 19:06
17 júní....
Veðrið í dag er algert bongó. Við hjónin höfum verið undanfarna daga útá palli að dunda við að græja hann og það hefur mjakast hægt og rólega. Reynir smíðar og ég ber á viðarolíu. Núna í dag 17 júni hefur sko verið algjört möst ef hægt er að sletta svo djarft. Enda á ég bara eftir að bera utaná pallinn. Þessi pallur er stór minnst 70- 80 fermetrar og verður flottur þegar hann verður orðinn fullgerður.
það er nú svolítið í það. Það hefur staðið yfir víkingahátið hérna í firðinum undanfarna daga og endar í dag svo ég reikna með að við skreppum í bæinn á eftir. Við fórum á sunnudaginn og það var mjög athyglisvert að sjá fólk setja sig í hlutverk hálf ruglaðra víkinga og fara berjast. Svo var og er mikið glingur til sölu en ég segi nú eins og er þó manni langi að kaupa svo skran þá hefur maður ekkert með það að gera,,, já og svo er björnin dauður. Komin tími til. Agalegt að pabbi minn skildi ekki upplifa þetta..
En svona í alvöru þá var það mikið lán að blessað barnið sem sá bjössa first skildi sleppa heim til bæjar first hún var kominn svona nálagt kvikindinu. Ég hefði ekki viljað að þetta væri mitt barn. Og þegar fólk er að þenja sig yfir þessu að drepa ísbjörn þá spyr ég myndi það vilja vita af sínum náustu t.d börnum sínum á göngu í nágrenni við svona skepnu.???????Ég bara spyr
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er ekkert grín að eiga við þessi dýr, best að farga þeim strax, man eftir því í minni sveit að talað væri um þessi dýr sem stórhættuleg og var maður smeykur að fara einn út á veturna, sérstaklega veturinn 1968 er Skjálfandaflóa lagði alveg, og árið eftir er Óli vinur minn í Grímsey rakst á björninn og hélt að það væri hestur, þá þorði maður varla einn út nokkra vetur á eftir.
Hallgrímur Óli Helgason, 17.6.2008 kl. 22:19
Já ég man eftir því sem barn á ströndum þegar ísinn lá yfir öllu og þessari ógurlegu birtu sem fylgdi. Og óttanum. Við máttum aldrei hverfa úr auksýn og það heyrðust rosleg hljóð utan frá ísnum. Og það voru greinileg merki um að ísbirnir væru á svæðinu. Og ég segi við mitt samstarfsfólk þegar þetta kemur í umræðuna og talað er um að það eigi að fara í dýrar björgunnaraðgerðir að ímynda sér bara að það séu börnin þeirra sem eru þarna úti meðal bjarnanna en ekki annara börn og hvort þeim yrði þá sama. Þá er fátt um svör....... Fólk gleymir svo oft að hugsa málið til enda....
Lóa (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.