23.6.2008 | 22:03
Mánudagssól
Ég kláraði að bera á pallinn í gær og sólbrann hressilega við það. Ég var eins og vígahnöttur í framan í gærkvöldi. Reynir kláraði líka að loka því sem eftir var í bili svo nú er smá pása hvað pallinn varðar.. Það var frekar rólegur dagur í vinnunni og einn af vinnufélögunum átti stór afmæli og því var terta í kaffinu sem við gúffuðum í okkur. Þessi blíða er með ólíkindum og því slepptum við ræktinni í kvöld en fórum þess í stað í langann góðan göngutúr uppá Ásfjall og í kringum tjörnina og heim, Ætluðum að taka hús á Önnu systur en hún reyndist útá lífinu svo það klikkaði Gengur betur næst,,,, Það er allt að verða mjög þurrt og allar græjur til vökvunnar eru að verða uppseldar annað árið í röð í búðinni og skilst mér samt hafi verið panntað miklu meira inn til að vera viðbúin ástandinu..Jæja þá er bara eftir fótboltinn em mikið ógeðlega var ég glöð að Spánverjar skildu senda helv Ítalina heim í gær.. Ég þoli ekki þessar vælandi tískudrengi sem má varla blása á svo þeir detti ekki grenjandi og skælandi á vellinum og að sjálfsögðu stórslasaðir þangað til enginn nennir að tala við þá. Algjörir leikarar...Frábært.....
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.