'A góðum degi

Ég á frí í dag jíbbí ......Það er ógeðlega gott að vera í fríi og geta lesið blaðið sitt í leti kasti niðri í eldhúsi og safnað kjarki í það sem þarf að geraTounge Og þegar brestur á að fara að  byrja er enn betra að fara bara í tölvuna. Jæja.. það er búið að  vera allavega stórkostlegt veður undanfarið. sólin og blíðan alveg stórkostleg.  Að vísu er allt að verða frekar þurrt og það gerði ekkert til svona náttúrunnar vegna að það myndi gera viku rigningu. Það mætti byrja í kvöld þegar þessir blessaðir tónleikar byrja. Það er nefnilega svolítið hjákátlegt að þegar fólk er að halda tónleika eins og þessa þar sem er óskað eftir því fólk gangi nú eða taki strætó af því þetta sé í þágu náttúrunnar að þetta sama fólk og fólk í þeirra stöðu  er á einkaþotum og með herdeild í kringum sig. Ekki beint náttúru vænt...  Svipað og þegar forsetisráðherrann hvatti okkur til að spara og vera hógvær á meðan þar er ferðast með einkaþotu og eftirlauna skandallinn er ekki afnuminn. Þetta kallast hræsni og gerir menn ótrúverðuga..Woundering En útí aðra sálma.. Þetta var útúrdúr... Þessum annars dásamlega árstíma sem er minn uppáhalds tími fylgir nefnilega slæmska að vísu ekki mjög alvarleg í mínu tilviki en leiðinlega þó.. Ég er nefnilega alltaf kvefuð á þessu tíma. Fæ stundum á bestu dögum hálsbólgu og óþverra í augun en það er mjög sjáldan svo slæmt. En þetta kvef stendur í bestu sumrum svona í einn og hálfan mánuð mis slæmt eða gott. Ég varð aldrei var við þetta þegar ég bjó á Munaðarnesi. Það myndu bræður mínir segja að væri vegna þess að þar væri loftið betra en alstaðar annarstaðar og vissulega er loftið þar gott. Svalinn af sjónum er alvega einstaklega hressandi og ferskur og ég reikna með því að það sé ásæðan fyrir að ég varð aldrei var við þetta sem barn.  Þegar ég flutti í Hafnardal  byrjaði ballið. Ég bara skildi ekkert í þessu kvefi sem aldrei ætlaði að lagast. Auðvitað var mikill gróður þar í nágrenninu. OG allur kjarrgróðurinn sennilega mesti sökudólgurinn enda þegar birkið stóð í sem mestum blóma þá var ég verst.  Ég varð endanlega sannfærð um hvað að mér var þegar einn daginn við vorum að sturta heyi inní hlöðu og þetta var snemma sumars. Þegar verið var að puðra grasinu úr vagninum og ég stóð álengdar við  hey og frjómökkinn varð ég hreinlega veik. Ég fékk á nóinu hálsbógu missti röddina og stíflaðist snarlega. Sem sagt ég er með frjóofnæmi.. Keypti einu sinni blóm mjög fallegann vönd í Borgarnesi og lagði í aftursæti bílsins og ók af stað. Þegar komið var upp undir Bifröst veit ég ekki hvert ég ætlaði. Ég fattaði hvað var að og setti blóminn í kassa fram í skotti en bíllinn var orðinn svo gegnsósa af frjóum að ég varð að hafa gluggann opinn og stinga höfðinu út reglulega þangað til að á Brú var komið og ég gat pásað og loftað bílinn út.. Þessi tvö skipti hafa verið verst. Blómabúðir eins og þær eru yndislegar eru verstar. Ég er í  vandræðum þar. Í vetur þegar Bára mín var jörðuð og við fórum til að velja kransinn þá þurftum við að sitja inná verkstæðinu meðan verið var að fylla formið út og ganga frá pöntuninni og þó maðurinn sem það framkvæmdi væri fær í blómafræðunum var hann ekki sleipur á tölvu með vísifingrunum og ég var nánast veik þegar út var komið. En sumarið er svo yndislegt að þetta verður bara að hafa það.  Það er ekki alltaf hægt að hafa hlutina fullkomna..  Þessvegna henntar mér vel að búa uppí holti þar sem er smá vindurGrin því þar hreinsast þá loftið á milli. Og svo er jú hægt að skreppa á Strandir ef ég verð slæm. Þokan er nefnilega mein holl. Aldrei frjó að þvælast fyrir manni í henniWink Annars er Reynir að vinna í dag og þegar hann kemur heim á að brenna á Nauteyri og gera sig klára fyrir Flæðareyri á næstu helgi ef verið skildi leyfa það.....Og svo er okkur boðið í afmæli í Hafnardal í kvöld hjá Hemma en það er spurning hversu snemma við verðum kominn hvort það tekst...Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband