5.10.2008 | 10:54
Sagan endurtekur sig ,því miður.......
Það er árið 1983. Þennann vetur höfðum við fest kaup á okkar firstu íbúð. Áttum tveggja ára strák og annað barn á leiðinni. Íbúðin kostaði rúm 500 þúsund á þeim tíma og var talsvert verð. Jæja við áttum að sjálfsögðu ekki fyrir þessu að fullu og byrjuðum á því að fá lán hjá sparisjóðnum fyrir u.þ.b. 30 þúsundum. Húsnæðisstjórnarlánið sem var þá verandi íbúðarlánsjóður var um 120.000 og átti að greiðast um sumarið. Það var óðaverðbólga á þessum árum og mikil þennsla í þjóðfélaginu. Við bjukum heima hjá tengdó og unnum bæði. Bóndinn var svo heppinn að fá afleysingarpláss á sjó og var meira og minna á sjó í 8 vikur þennann vetur. Þar var þénustan að sjálfsögðu miklu meiri en í landi. Um vorið þegar við vorum flutt og búin að koma okkur fyrir var sest niður. Við okkur vantaði ýmislegt eins og gefur að skilja. Ungt fólk með lítil börn og áttum ekkert inní íbúðina að heitið gat. Það var auðvitað freistandi að fara eftir góða þénustu vetrarins og kaupa allt nýtt en við ákváðum að sleppa húsnæðisláninu og kaupa okkur þetta seinna. Fengum gömul húsgögn send að sunnan frá systkinum mínum og frá tengdó og það var bara besta mál. Það leið að því að nýtt barn fæddist og þá skeðu ósköpin. Verðbólgan fór í 100% sem hefði kannski ekki verið svo slæmt ef svokölluð kaupgjaldsvísitala sem hækkaði launin sjálfkrafa með verðbólgunni hefði ekki verið tekinn úr sambandi. Lánin æddu áfram og þegar litli kallinn minn fæddist var ástandið ekki beisið á foreldrunum. Lánið æddi áfram og tvöfaldaðist fyrir árslok. Við vorum svo blönk að það var skelfilegt. Hafragrautur og slög var mjög ódýr matur og var keyptur. Ef við hefðum ekki notið þess að eiga góða að uppí sveit og hafa átt kjöt í kistunni og fisk sem tengdó gaf okkur veit ég ekki hvernig þetta hefði verið. Steingrímur Hermannsson sem var forsetisráðherra á þessum tíma sagði seinna meir að það hefðu verið sín mestu stjórnarfarslegu mistök að taka ekki lánskjaravísitöluna líka úr sambandi. Ég hef aldrei fyrirgefið framsókn þetta. Ef við hefðum tekið stóralánið hefðum við tapað öllu sem við lögðum í þessa íbúð. Ég hef alltaf verið frekar rög í peningamálum eftir þetta. Verið illa við að taka áhættu og kannski skaðað mig á því. En það er allt í lagi. Fyrir rúmu ári keypti ég mér húsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu. Mér bauðst vel gott lán og mátti ráða hvort það væri erlent eða íslenskt. Að óttanum einum saman tókum við eins lítið og við gátum komist af með og höfðum það íslenskt. Og það var eins gott. Það hefur víst hækkað nóg samt.
Ég get ekki annað en vorkennt þeim sem eru með lánafarganið yfir sér núna. Lán sem æða áfram og ekkert hægt að gera nema að borga. Ég vorkenni séstaklega ungafólkinu okkar. Ekki endilega þeim sem hafa offjárfest eins og asnar heldur þeim sem eru nýbúin að kaupa sér sína firstu íbúð og eru kannski með lítil börn í þessum ólgusjó. Ég veit hvernig það er. Þetta er ekki nein ný saga. Það fóru margir illa 1983........ Menn læra lítið...
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já segðu. við erum að byggja á besta tíma hvar endar þetta
Bryndís Guðmundsdóttir, 5.10.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.