3.11.2008 | 20:58
Mein...
Við sátum eitt kvöldið hjónin í stofuhorninu og vorum að ræða málin eins og gerist og gengur. Auðvitað kom upp í umræðunni ástandið í þjófélaginu og hvernig umræðan er meðal fólks sem við hittum og umgöngumst. Það kom upp að í vinnu bóndans fannst mönnum sem þeir væru dofnir og dofinn færi ekki. Ég áttaði mig á því að akkúrt svona hefur mér liðið að hluta til áður. Það var þegar sonur minn veiktist og lá fárveikur á gjörgæslunni. Blóðið var í klessu og þurfti að byrja á að stilla það af sem og að gefa honum stera til að stoppa meinið sem óx inní honum. Þetta var ferli sem tók á aðra viku og var í raun bið. Ég sat dofin yfir honum og tíminn var stopp. Það gerðist ekkert og það litla sem gerðist gerðist hægt. Svo fékk hann firsta lyfjaskammtinn og þá varð fjandinn laus. Hann endaði í nýrnavél uppá gjörgæslu aftur þar sem hann var næstu 4 daga tengdurvið tæki og vélar. Svo hófst meðferðin sem tók fjóra mánuði og var bati jafnt og þétt þó smá bakföll yrðu á milli. Eitthvernvegin svona er ástandið í þjóðfélaginu. Það er fársjúkt. Meinið er stórt og það grefur. Enginn alvöru meðferð byrjuð , verið að nota smá skammta til að reyna að lina þjáningarnar en ekki hægt að byrja neina meðferð enn. Svo þegar hún væntankega byrjar. Peningarnir sem verið er að grenja út hér og þar koma verður kollsteipa. Gengið hrapar og við almenningur lendum á gjörgæslu og verðum verulega tæp. En vonandi fer svo lækningin að koma því annars deyr sjúklingurinn.....
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
já þjóðfélagið okkar er hel sjúkt það nýjasta er nú ekki langt frá okkur formaðurinn í okkar félagi VR ætti að hafa vit á því að segja af sér strax og skammast sín ég vissi að margir væru siðblindir og sjúkir í okkar samfélagi en þettað var of mikið kveðja Anna
Anna Sigridur (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.