Kominn Nóvember...

Það er fátt að frétta þessa dagana. Heilsufar heimilisfólksins er bara þokkalegt . Kvef hefur verið að bögga fólkið en allt í rétta átt. Páll Jens átti afmæli í fyrradag og varð árinu eldri. Við borðuðum öll saman í gærkvöldi af tilefninu. Hákon Óli er hér staddur núna  í höfuðborgarferð og er í glímu standi. Og tengdó er eitthverstaðar staðsett hér á höfuðborgarsvæðinu líka. Það stendur til að reyna að ná liðinu í sviðapott á morgunn. Í vinnunni er allt við það sama. Versluninn er furðu mikil miðað við kreppu en timbursala er algjörlega dottin niður. Þessa dagana er verið að taka upp jólavöru og stilla upp. Mjög fallegri og allt er að verða mjög jólalegt og yndislegt. Og það birtir yfir fólki þegar það kemur og sér allt þetta skraut. 'Eg hef alltaf verið á móti því að vera hlaða jóla dóti og skreitingum svona snemma en ég verð að viðurkenna að þetta er gott núna um þessar mundir. En mórallinn hjá fólki er ekki góður. Annars á vinnutíminn að styttast hjá okkur þann 1 febr og við að hætta að  vinna yfirvinnu nema laugardaga. Sumt af þessu er ansi loðið ennþá og ekki allt komið á hreint en þetta kemur allt í ljós.....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Kveðjur í Hafnafjörðin, væri til í sviðapott. Nu er ég búin að endurheimta mína Hafnfirðinga heim, flutt í Víkina, og nú er ég að horfa á barnatímann með stelpuskottinu mínu. Bara yndislegt

Halla Signý Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 08:36

2 identicon

Takk og góðar kveðjur í Víkina. Fólkið var bara nokkuð flott í sviðunum og sviðalöppum í hádeginu. :-)..

Lóa (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband