30.11.2008 | 18:02
Ég mótmæli
Við vorum með jólahlaðborð starfsfólkið á mínum vinnustað í gær. Þetta var kreppujólahlaðborð, við sáum um allt sjálf og héldum þettta á kaffistofunni og þetta var hreint út sagt ..frábært. Allir skemmtu sér konunglega af því er ég hef heyrt og séð. Það var smá skuggi þetta með uppsagnirnar hjá fyrirtækinu en það voru 2 hjá okkur sem fengu svoleiðis. Ég var heppin og var ekki í þeirri stöðu. Allavega í bili. Á eftir fórum við nokkur saman útá lífið og fórum á Players og djömmuðum þar smá tíma en svo fórum við Reynir heim því ég átti að mæta í vinnu og það þarf vist að hvíla sig fyrir svoleiðis. En við fórum eins og margir á Austurvöll í gær að mótmæla. Ég þoli ekki þennann bölvað hroka í ráðherrunum þegar þeir segja að þeir sem eru að mótmæla séu ekki þjóðin. Bíddu hver erum við þá? É bara spyr...Ég tel mig vera hluta þjóðarinnar. Allavega einn af 300.000 og kannski er Ingibjörg ekki sjálf af þessari þjóð. Svona lætur ráðherra einfaldlega ekki útúr sér. En ræðan hans Einars Más á Háskólafundinum var hrein snilld... Og þeir sem töluðu á fundinum í gær voru mjög góðir... ÞAð vantar bara að blessaðir ráðmennirnir fái smá skilning á því sem fólk er að segja. Ég skynja rosalega reiði bara hjá fólki sem er að koma og versla hjá mér. ÞAð sýður á mörgum og það versnar bara dag frá degi..... Það var eins og ég nefndi áðan opið í dag hjá okkur í 4 tíma og það var verið að kaupa jólaskraut og aftur jólaskraut....
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.