13.12.2008 | 23:27
Jæja konan er loks byrjuð að huga að jólum....
Það er fallegt vetrarveður núna. Við fórum í bæinn og versluðum fyrir jólin smávegis og ætlum að klára það á morgunn, Sædís fór vestur í dag. Indriði siglir væntanlega á eftir henni þegar líður á næstu viku. Annars er þetta búin að vera viðburðarrík vika. Nýju lyfin eru ekki alveg að gera sig hjá Reyni og hann þurfti að fara á bráðamóttökuna á fimmtudagsmorgunn og láta stuða sig sem er í firsta skipti í langann tíma eða alveg síðan síðast brennsla var. Og það þurfti að auka lyfja skammtinn og þá er bara að vona það besta. Ég er að skreyta húsið mitt hægt og rólega og búin að troða seríum útí alla glugga. Við ætlum að breita til og vera með léttreykt á aðfangadag en ekki rjúpuna eins og venjulega. Og erum jafnvel að spá í fisk á jóladag. Aðalega vegna þess að jólin verða allt öðruvísi en venjulega. Það verða 4 spánverjar hjá okkur á jólum eða ætti ég að segja Katalóníumenn. Þetta er vinafólk Palla og það verður hjá okkur í viku. Hann og konan eru svo að stinga af til Rússlands annan í jólum svo við þurfum að hafa ofan af fyrir fólkinu þangað til það fer. Ég get ekki neitað því að ég er svolítið forvitinn að vita hvernig er að vera með svona framandi jólagesti og er spennt. Og það er aldrei að vita nema ég geti þá grenjað út gistingu í Barcelona ef mér semur sæmilega við fólkið..... En við fórum að kaupa jólatré í vikunni við og Sædís og þau Reynir stóðu algjörlega saman gegn mér sem vildi kaupa furu en þau sáu ekkkert nema 2 metra hátt normanþyns tré og það var keypt. Svo það verður JÓLATRÉ í stofunni minni í ár ..... og ekkert smá.
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.