21.12.2008 | 21:31
Jólin nálgast.....
Jæja best að blogga smá. Búin að vera að baka í dag og það er að verða skolli jólalegt hér í kring. Fórum hjónin á tónleika niður í bæ í gærkvöldi ásamt Indriða. Það var verið að kynna útgáfu á disk sem Kraftur stuðningsfélag fólks sem hefur fengið krabbamein og aðstandenda þeirrra gat út og var að fara í dreifingu. Ég skora á sem flesta að kaupa þennann disk. Það er góð rokktónlist á honum og þeir sem hafa gaman af slíku hljóta að fíla hann. Þetta var mikið dúndur fjör en við vonum svo sem ekki lengi því við þurftum að vakna á kristilegum tíma til að fara að undirbúa jólin því bæði vinnum við út þorláksmessu. Spánverjarnir vinir Palla komu í dag og það er því fjörug tungumálaflóran á heimilinu núna. Páll er með þau í Bláa lóninu í þessum skrifuðu orðum. Anna mín situr niðri og er að skrifa ritgerð sem hún á að skila núna og svo fara þau til Rússlands á annan í jólum.. Við Anna bárum inn jólatréð áðan og það tekur sig mjög vel út svo ekki sé meira sagt. Indriði á að fljúga vestur á morgunn en það lítu ekki vel út með flugspá. Við löbbuðum í kirkjugarðinn í vikunni og hann er ótrúlega fallegur núna. Ljós á öllum leiðum.. Við ætlum með krans þangað niður eftir annað kvöld og setja við steininn. Ég veit ekki hvort ég verð svo dugleg að blogga aftur fyrir jól svo ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla...
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól og hafðu það gott með alla gestina kem í kaffi þegar fer að fækka á heimilinu hjá þér Jólakveðja Anna
anna (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.