17.5.2009 | 11:41
Sól og blíða í firðinum
Nýja kaffikvörnin mín réttmánaðargömul gaf upp öndina áðan og er það frekar lélegur endingartími. Ég þarf líklega að storma uppí Max á eftir með gripinn. Annars er veðrið alveg stórkoslegt búið að vera síðustu 2 dagana. Þar áður var svolítil ferð á logninu en í gær maður, hvílíkt bongó. Við erum komin með blóm til að selja í búinni og þeim fylgja býflugur sem sveima um búðina og láta skemmtilega og vekja viðbrögð. Við grilluðum á pallinnum í gærkvöldi eins og væntanlega margir landar okkar hafa gert á meðan Eurovision var og það var klassi. Grilll lyktin fyllti allt umhverfið og það var auðfundið hvernig fólk eldaði það kvöldið. Annars er ég léleg júróvísjón manneskja og hef alltaf verið. Finnst tónlistin yfirleitt hörmuleg og eina skiptið sem ég hef verið sátt er þegar Lordi vann. En það er alltaf gaman að horfa á atkvæðagreiðsluna hún er alveg makalaus og alltaf hægt að hlæja jafn mikið af henni. Og það klikkaði ekki í gær. Annars var engin spenna í þessu. Nema í þeim sætum sem voru í kringum Jóhönnu en hún stóð sig alveg frábærlega enda klassa söngkona og gerði frábæra hluti úr svona lala lagi. En ég hef alltaf verið fyrir það að ná 16 sætinu og það klikkaði í gær svo það hlýtur að ganga betur næst. En við erum að hugsa um að skreppa í djúpið í vikunni. Það er frí á fimmtudaginn og ég ætla að taka frí á föstudag og gera langa helgi úr öllu saman. Sem er bara tilhlakk nema að skrölta eftir veginum norður standir sem er aldrei sértakt gleðilefni enda varla hægt að kalla það veg á köflum
Vona að sem first verði hægt fara dalina og Arnkötludal........
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.