Áramótablaðrið...

Þetta er fisti dagur nýs árs og þá er við hæfi að hugsa til baka. Þetta var firsta árið okkar á mölinni og breitingin því talsverð. Ég get ekki annað sagt en þetta ár hafi verið furðu farsælt fyrir hvað okkur varaðar. Höfum haft  nóg að gera og líður mjög vel í okkar lífi.´Við sögðum þó svo sem ekki alveg skilið við það sem snýr að landbúnaði enda engin ástæða til þess. Ég skrapp t.d. í sauðburð hjá Bassastaðahjónunum og það var bara gaman. Svo þegar leið að hausti þá æddum við aftur í sveitina og nú til að elta rollur. Og þá var gott að geta á endanum farið heim og sagt þetta er búið þarf ekki að smala meir í haust. Við löguðum pallinn við húsið okkar svo hægt yrði að nota hann og það voru ófáar stundirnar sem þar var setið og grillað en best var samt að þegar komið var heim á daginn að geta sest út með heitt nýtt gott kaffi og geta notið útsýnisins í notalegheitum. Það er yndislegur staður sem við búum á og okkur líður mjög vel þar. Það er samt svolitið skrítið hvernig fólkið sem við þekkjum hefur brugðist við þegar við höfum hitt það eftir að við hættum búskap.Ég hef fengið þvi slengt framan í mig næstum því með skætingi "Hvort ég væri eitthvað ánægðari núna"?? Ég hef liklega orðið eitt stórt spurningarmerki þegar þetta skeði. Ég vissi ekki til að ég væri neitt sérstaklega óánægð í lífinu. Það var ekki málið heldur afkomu og aðstöðuleysi yfir höfuð og skortur á samfélagi manna. Reynir en enn spurður með virkilegri hluttekningu"Hvernig líður þér nú hér á mölinni elsku kallinn minn, er virkilega allt í lagi með þig"?? Með öðrum orðum ertu ekki brjálaður úr leiðindum og þjáður yfir að kerlinginn skuli hafa dregið þig nauðugan viljugan í burtu á þennann guðs volaða stað. Fólk er búið greinilega í mörgum tilflellum að ákveða fyrir mann aðstæður og ástæður. Það er ótrúlegt. Í stað þess að ætla okkur að vera frjálst fólk með frjálsa hugsun og  gleðjast með okkur  sér fólk í mörgum tilfellum hlutina afskaplega þröngt og sendir manni þungar hugsanir  fyrir að vera að fara í aðra átt en því finnst kannski að maður eigi að vera í..En það er þeirra hausverkur. En ég ætla að vona að fólk fari nú að átta sig á að ég dró ekki Reyni í burtu. Við fluttum saman og hættum sameiginlegum búskap í sveitinni....Mér hefur persónulega  ekki liðið svona vel í mörg ár og ég get ekki séð að Reynir sé með neinum kvölum nema síður sé og það er ótrúlegur léttir yfir að að vera ekki í baslinu lengur með allar þær hækkanir sem hafa dunið yfir og eiga eftir að dynja yfir búskapinn með svo engri hækkun á kaupi sem er sorglegt.Ég á nefnilega marga góða vini í þessari stétt sem ég hef oft hugsað til í þessu ástandi sem nú er að hellast yfir af fullum þunga. Það er ekki hægt að sleppa því að mynnast á kreppuna sem skall yfir okkur í sumar sem leið og  er enn að leggjast yfir okkur eins og teppi og verður bara verri og verri. Ennþá er enginn farinn að huga að  því að segja af sér. Alveg sama hve mikil drulla ryðst upp úr pottum. Nei engin ástæða til þess. Höfum bara sömu spillingar pésana yfir okkur. Ég las bókina hans Guðna sem var einn af fáum sem sagði af sér enda völdum rúin. Sjálfsagt hefur honum fundist þegar hann romsaði þessari rullu frá sér að þetta væri frábær bók til undirbúnings fyrir frábæran verða stjórnmálatíma sem framundan væri en það lá við að mér flökraði á köfum. Þegar hann lýsir því í pólitíkinn hvernig all snýst um það að halda völdum og ná völdum og koma sínum fyrir flokknum til hagsbóta og til að tryggja völd hans og það viðhorf að vera ekkert að trufla kjósendur nema á fjörurra ára frest því þeir hafi engann áhuga á að hitta stjórnmálamenn oftar. Það er ekki skrítið að það sé komið svona fyrir þjóðfélaginu. Ef það er svona sem   pólitíkussarnir hugsa og vinna er  ekki skrítið þó  ekkert vitrænt sé gert þegar svona holskefla skellur yfir því það er enginn til með heila hugsun í stjórnkerfinu. Bara pólitísk peð sem þurfa að gá first að því hvað hentar  þeim sjálfum og flokknum. Kannski foringjanum...Og þó margi rótrúlegir frasar hafi dotið uppúr fólki og misgáfulegir held ég að mestí klúðursfrasinn hafi verið þegar Ingibjörg Sólrún lét þau makalausu ummæli út úr sér á fundi í háskólabíói yfir þúsundum manna að þetta væri ekki þjóðin sem var þarna að tjá sig.. Að þessi hluti fólks væri ekki að túlka hug þjóðarinnar?? Þarna var hópur af fólki þessu var sjónvarpað og stór hluti"þjóðarinnar" horfði á og hún er ekki þjóðin. Ég velti fyrir mér hver þjóð Ingibjargar er??? Kannsi er þetta hluti vandamálsins að stjórnmálmennirnir hafa enga þjóð bara skríl sem þeir þurfa að smjaðra fyrir á fjögurra ára fresti. Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir það gamla....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 467

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband