13.5.2008 | 22:38
Norð-vestur ferð.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 21:56
Þoka og suddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 21:27
Vorið
Við höfum verið að myndast við að gera pallinn nothæfan sem er á bakvið húsið okkar. Það var semsé pallur tæplega hálfklárraður og ekki hægt að nota hann af neinu viti því það vantaði bilið við dyrnar svo hægt væri að ganga útá hann og nota hann í veðurblíðunni og t,d , grilla. En núna er þetta allt að potast áfram og þegar stóru hunangsflugurnar koma sveimandi um þá er frekar vorlegt orðið. Það er svo notalegt. Vorið er besti tími ársins og ég er mikið vorbarn. Þá er náttúran að vakna og Maður heyrir í fuglunum aftur sem hafa verið í löngu fríi. Ég á þá mynd af vorinu í huga mér þegar var verið að koma að landi með grásleppuhrognin og ég heyrði í trillunni koma og mávinum og ritunni garga í yfir henni og vonast eftir æti sem auðvitað var væntanlegt. Samt er eitthvernvegin alltaf þoka í þessari mynd og hún gerir svolitla dulúð í minningunni sem er mjög yndislegt. Annars er það svo sterkt í huga mér þessa dagana að núna eru 10 ár síðan Palli var í sinni meðferð. 10 ár að-- hugsa sér. Svo lagt síðan en samt finnst mér það mjög stutt. Svo margt hefur skeð á þessum tíma bæði gott og vont sem best er að vera ekki að rifja upp. En þessi reynsla þó hræðileg væri gerði mig mjög sterka ,sterkari en ég hélt að ég gæti orðið og kenndi mér þó ég væri ekkert sérstaklega veraldlega sinnuð hvað er raunverulega verðmætt í lífinu. OG það eru börnin og maki og manns nánustu. Ekkert annað er í raun og veru verðmætt. En ég er líka miklu meirari gagnvart þeim sem eiga erfitt og ég skynja sársauka fólks mikið betur því ég get að vissu leiti sett mig í þeirra spor og ég lít á mig sem einstaklega lánsama mannesku því það njóta ekki allir þeirra gæfu að heimta barnið sitt til baka úr jafn alvarlegum veikindum og krabbamein er. En líklega er þetta af þvi að núna er sá tími þ.e. maí sem ég var hvað lengst ein með honum því Reynir og strákarnir voru fyrir vestan þá og það var sauðburður og nóg að gera. Jæja þetta er svona fortiðar pæling. En nuna stendur til að elda ábristir á morgunn því Páli áskotnaðist það hnossgæti svo það verður kvöldmatur annað kvöld og fáséð nammi.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 10:15
1.maí
Í síðustu viku settist ég við tölvuna og bloggaði stóra og mikla færslu og var mikið niðrifyrir. En þegar ég ætlaði að hætta var tölvusambandið rofið og allt fór út. Móðurinn var líka runnin af mér og þar með ekkert blogg. En núna er 1. maí og þar að leiðandi frí. Og meðan ég safna kjarki að fara að þrífa húsið mitt er tilvalið að fara að blogga. Ég verslaði smá timbur í Húsó í gær svo hægt væri að klára pallinn við húsið mitt svo við getum farið að ganga útá hann og fara að nota hann t.d. til að grilla Mikið hroðalega er timbur dýrt sérstklega þegar maður þarf að borga það sjálfur. Ég man eftir þessum degi fyrir 10 árum. Ég var til heimilis á Flókagötunni þá og strákurinn minn á sjúkrahúsinu í sinni 3 meðferð við krabbanum sem þá hrjáði hann. Það var gott veður og ég labbaði uppá spítala eins og ég var vön. Þetta var góður spotti og ég var um það bil 25 mín að ganga þetta. Þegar ég gekk yfir holtið fram hjá Hallgrímskirkju þá var þar múgur og margmenni og ég skildi ekkert í hvað allt þetta fólk var að gera. En þegar ég sá lúðrasveit og alles þá rann það upp fyrir mér að það var 1. maí. Svona var ég sambandlaus við samtímann þá. Ég er með hroðalegann hósta sem er búin að hrjá mig í 3 vikur rúmar og eftir því sem læknir sem ég fór til í síðustu viku sagði mér má ég reikna með 3 til vðbótar. Það er svo að Atli vinur minn á kassanum er farinn að hafa orð á því að ég eigi að fara að minnka reykingarnar. Við erum að stofna léttvínsklúbb í vinnunni hjá mér núna og hann byrjar á morgunn. Samstarfkona mín stakk uppáþessu og ég er þannig að þá veð ég af stað eða eins og sagt er að gott sé að etja fíflinu á foraðið , það er ég og svo veit ég aldrei fyrr en ég er komin á kaf í pittinn hvað ég hef komið mér í. og kemst ekki úppúr. Jæja ég sem sé óð á milli starfsmanna og núna er dæmið að fara á stað og allir spenntir. Það sem maður lætur hafa í útí. Jæja þetta verður gaman og þeir sem eru þurrir á staðnum eru eiginlega fúlir yfir að geta ekki verið með. En vilja ekki sitja uppi með eithvað sem þeir ekki drekka. Skil það vel Jæja þá e best að hætta þessu bulli og fara að manna sig í að þrífa of reyna að vera svo duglegri að blogga.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2008 | 22:40
smá flandur
Við skruppum eftir vinnu í gær í bíltúr og heimsóttum Gunna og Siggu Jónu og þar var að sjálfsögðu gaman. Þórarinn og Hildur komu líka og þetta var alveg frábært kvöld. Svo í dag fórum við svo með þeim í bíltúr um tungurnar og það er alltaf gaman að fá leiðsögn um slóðir sem þessar þó að maður eigi að þekkja þær.Sædís fór með okkur áleiðis en var svo sótt og fór í heimsókn að Skáldabúðum. Þangað sóttum við hana svo í dag á heimleiðinni. Það var svo gott á grillinu í kvöldmatinn og allir nokkuð sáttir og mettir. Þá er kominn svefntími og ekki eftir neinu að bíða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 21:40
Frekar sýrt lið gengur laust.........
Það er frekar sýrt í vinnunni núna. Lítið að gera og hægt að taka til og þess háttar sem stundum hefur setið á hakanum. eða fara í skipulagsbreytingar öðru nafni. Það hafa komið dagar sem svo leiðinlegt fólk hefur komið inn og skammast og rifist að það hálfa er nóg og ég hélt á mánudaginn að það hefði hreinlega verið sleppt út af eitthverju vitleysingahælinu svo bilað lið var að bögga okkur. Svona lið á eignlega ekki að ganga laust. Það er stolið alveg ótrúlega miklu af vörum úr búðinni og fólk er ansi lúnkið við að fela tómar umbúðir hér og þar. Svona dagar ræna mann orku og eins er maður hálf dapur ennþá. En það lagast dag frá degi og maður lagast í sálinni hægt og hægt. Samt er maður ótrúlega meir og fljótur að klökkna er eitthvað gerist eða ef eitthver á bágt nálægt manni. Ég er líka svo vitlaus tek inná mig þegar fólk á erfitt í kring um mig og græt helst með því. Hef alltaf verið svona og líklega lagast ég ekki úr þessu. Við höfum nú samt farið í ræktina eins og vanalega þessa vikuna en ég er frekar lin og þreytt. Indriði er en með hita en er samt í skólanum og mér er nú ekki farið að standa á sama. 'Eg er farin að bíða eftir vorinu og við erum byrjuð að grilla sem er svona firstu merki vorsins hérna. Jæja það er annars allt gott af okkur að segja og þetta er allt að meðaltali gott. Vantar eiginlega að fara að komast í sveitina í Tungunum og heimsækja gott fólk þar. Erum að spá í það um helgina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 13:41
13.apríl
Það er snjókoma núna og þykkt blautt snjóteppi yfir öllu. Við hjónin vöknuðum snemma eða um 8 og eftir sterkt og gott kaffi var farið út og mokað ofanaf bílnum sem var vel smurður ofan. Síðan var skellt sér í sund og var það alveg dýrlegt svona í morgunsárið og fáir í sundi þannig að það er gott að synda og enginn að bögga mann. Bóndinn er XX ára gamall í dag eða 51 árs. Og aldurinn fer honum ekki illa og eins og sagt er með gott vín að það lagist með aldrinum þá held ég að það eigi við okkur mannfólkið svona flest líka því vonandi læra flestir af lífinu og lífið batnar ,allavega hjá okkur. Svo er hún Bryndís frænka mín 30 í dag, Tíl hamingju elsku frænka. Ég á alltaf svo mikið í ykkur Guggu. Fékk að njóta þeirra forréttinda að fá að passa ykkur og dröslast með ykkur litlar sem var svo yndislegt. Núna sitjum við og erum að horfa á fótbolta og svo er stefnt á fermingarveislu í Garðinum seinna í dag. Ekki ónýtt á afmælisdaginn. Indriði er búin að vera veikur alla þessa viku og þetta er búin að vera versti veikinda vetur hans í manna mynnum. Núna hefur grafið í kinnholunum á honum en hann er að skríða saman. Verður vonandi ferða fær í skólann á morgunn..Annars er hann búinn að fá vinnu í sumar á sama stað og í fyrra.. Það er líka stór afmæli hjá Siva á árinu eða 25 pælið í þessu aldurin á börnunum hjá manni . Vá, Palli er nefnilega eldri og litla barnið mitt hann Indriði er 18 ára . Ég sem er svo bráðung að eigin matiekki deginum eldri en mér finnst ég vera. í alvörunni............................
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.4.2008 | 21:25
Þetta gengur
Jarðaförin hennar Báru var í gær. Veðrið var fallegt og sólin skein. Það var fjölmenni og athöfnin falleg. Presturinn sem var í þessu tilviki kona talaðist nokkuð vel. Var svona á þeim nótum að það var frekar auðmýkt og var ekki að vinda tárakirtlana eins og sumum prestum er svolítið gjarnt á að gera til að gera tilfinningaflóðið sem mest eins og það sé ekki í flestum tilvikum nóg. Við fórum svo til Guðbjartar í gærkvöldi og þar var þvílíkt blómahaf að ég ofnæmisgemlingurinn er en með hálsbólgu. Ég hef nefnilega baslast alla tíð með snertur af eittuhverju frjóofnæmi sem hefur versnað með aldrinum og veldur leiðindar kvefi og sviða í öndunnarfærin. Það var rólegur dagur í vinnunni í dag svo við kvenfólkið reyndum að búa til verkefni og snérum öllu við og fórum að umbreyta skipaninni og það er gaman fyrir okkur en kúnnarnir og karlpeningurinn er ekkki allur eins hrifinn en samt flestir sem vinna í kring um okkur eru bara nokkuð sáttir við breytinguna og baslaganginn á okkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 21:41
Sorgin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 23:38
Sígin ýsa og selspik
Bloggar | Breytt 6.4.2008 kl. 07:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar