2.4.2008 | 23:03
Í minningu Báru
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 17:59
Gluggaveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 21:05
Miðvikudagsblogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 21:23
haustlegt vor
Þá byrjaði ný vinnuvika hjá mér í dag. Það var virkilegaleiðinlegt að þurfa að mæta í vinnu. pöööö. En svo var þetta allt í lagi Indriði og Sædís eru á leiðinni suður með bíl og það er bæði langt og leiðinlegt ferðalag. Vegurinn ku vera vondur, eitthvernveginn er ég ekki hissa á því. 'Eg frétti að það hefði orðið ófært norður í Árneshrepp og það var fullt af fólki komið norður og varð að sjálfsögðu lokað þar norðurfrá og það ætti ekki að opna fyrr en eftir páskana. Ég vona nú samt að það hafi ekki verið og menn hafi séð að það er sjálfsögð þjónusta að opna vegi á stórum ferðamannahelgum eins og páskum. En það vill nú stundum klikka hjá blessaðri vegagerðinni að þeir sem þar stjórna átti sig á að þeir stjórna þjónustufyrirtæki. Við erum settum nú samt sumardekkin undir bílinn í gær og vonum að nú fari að vora. Það væri nú allt í lagi að fá vor og geta dregið fram grillið og svoleiðis. Það er nefnilega allt orðið fullt af grillum í Húsasmiðjunni og þá langar mann til að fara að skella eitthverju djúsí á grillið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2008 | 20:05
Að vera burtfluttur???
Þá er páskafríið að vera búið. Ég skal játa að þetta var ósköp gott en heilsufarið hefði mátt vera betra. Við erum hvorugt orðin nógu góð af kvefinu og að því leiti hefur verið mjög gott að geta hvílt sig og safnað kröftum. Palli og Anja komu í gær í kvöldmatinn og voru bara rétt kominn í bæinn því þau fóru á Aldrei fór ég suður og voru að mér heyrðist nokkuð sátt þrátt fyrir langt ferðalag. Ég kíki alltaf reglulega á Strandavefinn og hef reyndar lengi gert, Lengi vel var síðan mín með link inná tenglavefnum þeirra sem og síða sona minna. Í fyrra læsti ég síðunni minni í nokkra daga því ég var orðin leið á ómerkilegum nafnlausum kommentum. Minn linkur var þá tekinn út þar í kjölfarið og það var svo sem alveg að ósekju minna vegna en óneitanlega svolítið hallærislegt þar eð ég hef oft séð síður sem eru þar inni læstar um lengri eða skemmri tíma. Ég veit að fullt af fólki notaði vef sona minna til að fara inná minn vef og annara ættingja minna sem halda úti bloggsíðum en núna er búið að taka linkinn þeirra útaf líka hversvegna í ósköpunum sem það er ,svo það er snúnara núna fyrir suma að heimsækja bloggsíður okkar Munaðarnessliðsins. Annars finnst mér nú reynda svolítið skondið að það skuli ekki vera einn einasti linkur á síður okkar pakksins frá þeim bænum af umræddri síðu. Við erum jú fæddir Strandamenn og ekkert síðri þó við séum frá þeim bæ sem var nyrsta byggða bólið í sýslunni þegar ég var að alast upp og er ekki löngu farinn í eyði og ættum ekkert að vera með neitt ómerkilegri pælingar sem Strandamenn en hver annar. Og erum brottfluttir Strandamenn þó við séum flutt.eins og aðrir. En við höfum stundum verið með óþægilegar skoðanir það er satt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2008 | 11:00
Rigning á glugga
Það er rigningar hraglandi á glugganum núna en annars er þetta er mesta friðsemdar og rólegheitalíf þessa dagana. Palli fór ásamt sínu föruneiti á vestfirðina í gær á Aldrei fór ég suður. Við höfðum að vísu ætlað okkur að fara en heiluleysi undanfarið hefur eignlega dregið úr okkur kjarkinn þannig að það var slegið af. Núna er ég enn talsvert kvefuð svo ég er fegin að vera ekki á eitthverju landshlutaflakki. En það sem situr í kollinum á mér þennann morguninn er myndin sem ég á í gærkvöldi í sjónvarpinu um bóndann á Rauðasandinum. Þetta er drengur sem ætlaði sér að verða bóndi og vill greinlega leggja mikið á sig til þess. En þetta eru sko ekki gæfulegar aðstæður. Með búskap í byggð sem er að líða undir lok ,lamaður með konu og lítil börn. Afskekkt því þetta er einn skelfilegasti vegur sem ég hef farið um og hef þó séð ýmislegt ljótt um æfina. En það sem slær mig einna mest er að drengurinn er ósjálfbjarga. Hann getur heyjað og raðað heyinu inní hlöðu en þegar þarf að gefa eða sinna skepnum er hann ekki til stórra verka. Hann gat gefið heimalingnum búið. Þetta er eitthvað sem getur ekki gengið upp. MEnn geta ekki þó þeir þrái þetta mesta af öllu ætlast til að allir þeirra nánustu fórni sínu lífi fyrir þá svo þeir geti gert það sem þeir vilja. ÞAð er eigingirni. Mjög mikil eigingirni.
Við kíktum aðeins á Guðbjart og Báru í gær . Hún er komin á líknardeildina og þar er mikið rólegra og betra en á spítalanum þar sem miklu meira stress og asi er og hún hvílist mikið betur. Enda er eitthvað svo friðsælt þarna niður við sjóinn í Kópavoginum. Sannkallaður hvíldarstaður.. Jæja ég hef ekkert meira að bulla en óska bara öllum gleðilegra páska......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2008 | 23:10
Jæja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 21:55
Daglegt líf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 21:11
Meira dóp
Þegar ég var barn fékk ég stundum barkabólgu, var reyndar að mér er tjáð nærri dauð þegar ég var á firsta ári en öllum öðrum til ama tórði ég og tóri enn. En ég man eftir mér síðast í þessu ástandi 4 ára. og það var vont. En ég fór sem sé á heilsugæslu í dag sem mín elskulega systir ók mér á og þar reyndist ég vera kominn með barkabólgu á ný. Ég hélt ég myndi kafna í nótt sofandi í sitjandi stellingu og reyna að anda. En sýklalyfið sem ég átti fór að byrja að hafa áhrif undir morgunn og þá fór mér að létta. Ég fékk sem sé meira dóp í dag og nú erum við hjónin bæði töflurónar. Þetta fer nú vonandi að lagst því ég þoli ekki svona pestir sem ekki vilja fara. En það var mikið af veiku fólki á heilsugæslunni í dag og þá sérstaklega börnum sem voru mikið veik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.3.2008 | 22:16
Blindir fá sýn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 606
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar