Í minningu Báru

Hún Bára lést í morgunn.  Hún var búin að vera veik nú um nokkurn tíma og það var orðið ljóst fyrir nokkru í hvað stefndi. Samt bregður manni alltaf og þetta er búið að vera erfiður dagur. Líka af því að Sivi tjáði mér að góð vinkona hans hefði fallið frá fyrir nokkrum dögum frá tveimur litlum börnum.  Það er svo dapurlegt þegar fólk er að falla frá á besta aldri  sem á eftir að gera svo margt í lífinu. Það er svo ósamgjarnt. Ég kynntist  Báru  fyrir 10 árum bráðum. Það var þegar við Palli vorum á Flókagötunni og hann að klára meðferðina sína og nú er hún farin frá okkur eftir erfiða meðferð. Elsku Bára takk fyrir  samferðina og Elsku Guðbjartur og Ívar guð styrki ykkur  í sorg ykkar.

Gluggaveður

Það er fallegt gluggaveður á Höfuðborgarsvæðinu í dag.  En mikið ógeðlega er vindurinn kaldur. Ég var að vinna og það er stuttur vinnudagur til þess að gera 7 tímar og þannig ættu allir vinnudagar að vera. Ég fór í gær með Palla mínum á bílasölu og keypti mér bíl. Skoda oktavia  station 2005 árgerð og er bara nokkuð sátt með gripinn. Er svona nokkurnvegin að vera laus við kvefið en er samt rám og get ekki alveg hækkað röddina eins og skildi öllum til gleði í kring um mig. Annars er allt gott að frétta af okkur. Lífið gengur sinn vana gang og mig langar að koma því að af því að það er alltaf verið að spyrja okkur og eins syni okkar hvort við eigum ekki bágt og það sé ekki erfitt hjá okkur að hafa þurft að flytja: Við fluttum að fúsum og frjálsum vilja eftir vel ígrundaða ákvörðun, þetta var ekkert erfitt , við settumst uppí bílinn okkar og keyrðum til HafnarfjarðarGrin Ekkert flóknara en það..Og ég get sagt það af heilum hug að ég öfunda ekki fyrrum kollega mína í bændastétt núna þegar allar þessar hækkanir dynja yfir og það eina sem þeir geta gert er að taka það af launaliðnum því þeir koma aldrei til með að fá þær hækkanir sem þeir þurfa í haust til að mæta öllum hækkunum. Áburður, olía, kjarnfóður og svo á plastið eftir að hækka líkt og olían því það hefur alltaf gert það. Það fylgist nefnilega merkilega að. Jæja þetta er nóg í bili. Það er þessi flotti fótbolti í sjónvarpinu sem ég þarf að  horfa áJoyful sí jú

Miðvikudagsblogg

Það er svolítið fyndið stundum þegar maður vinnur í návígi við fólk eins og ég geri. Sumir koma inní búðina alveg sérstklega í þeim tilgangi að geta skeitt skapi sínu á manni. Og eru alveg sérstaklega næmir á fólk sem er nýbyrjað, að kvelja það og pína.  Ég lennti í einum slíkumfljótlega eftir að ég byrjaði og það var frekar sýrt. En núna tek ég ekki eftir því þó eitthver sé með bögg eða þykist ver findinn. Flestir eru sem betur fer alveg yndilegt fólk og það sem meira er maður verður svona persóna hjá þvísem á að þekkja  það. Eitthver sem kom í morgunn og svo aftur eftir háldegið og mætir svo um kaffið finnst alveg með ólíkindum að ég skuli ekki muna hvað hann heitir eða útáhvaða reikning hann tók út þ.a. númerið á reikningnum sem notað  var. En þegar ég man það þá er ég sko alveg frábær manneskja og með ólíkindum að ég skuli muna allt þetta. Og svo þegar maður spænir yfir í Bónus þá heilsar þessir vinir mínir mér og þegar ég fer svo í kringluna eða eitthvað þá mætir maður fólki sem er sífelt verið að kinnka til manns kolli og ég er svosem ekki alveg klár hver þetta akkúrat er en það er allt í lagi. En mér er sagt af samstarfsfólkinu að þetta vari í talsverðan tíma eftir að fólk hættir í svona vinnu. Maður verði einskonar heimilisvinur. OG það skemmtilegasta er að það er alltaf að koma fólk með reglulegu millibili sem maður þekkir og hefur jafnvel ekki séð lengi. En við skruppum í ræktina í kvöld og það var í firsta skiptið í viku og það var nokkuð gott en hinsvegar um leið og maður fór að púla stóð maður á öndinni  af hósta eins og mæðiveik rolla. En þetta er að lagast.Wink

haustlegt vor

Þá byrjaði ný vinnuvika hjá mér í dag. Það var virkilegaleiðinlegt að þurfa að mæta í vinnu. pöööö. En svo var þetta allt í lagi Indriði og Sædís eru á leiðinni suður með bíl og það er bæði langt og leiðinlegt ferðalag. Vegurinn ku vera vondur, eitthvernveginn er ég ekki hissa á því. 'Eg frétti að það hefði orðið ófært norður í Árneshrepp og það var fullt af fólki komið norður og varð að sjálfsögðu lokað þar norðurfrá og það  ætti ekki að opna fyrr en eftir páskana. Ég vona nú samt að það hafi ekki verið og menn hafi séð að það er sjálfsögð þjónusta að opna vegi á stórum ferðamannahelgum eins og páskum. En það vill nú stundum klikka hjá blessaðri vegagerðinni að þeir sem þar stjórna átti sig á að þeir stjórna  þjónustufyrirtæki. Við erum settum nú samt sumardekkin undir bílinn í gær og vonum að nú fari að vora. Það væri nú allt í lagi að fá vor og geta dregið fram grillið og svoleiðis. Það er nefnilega allt orðið fullt af grillum í Húsasmiðjunni og þá langar mann til að fara að skella eitthverju djúsí á grilliðLoL


Að vera burtfluttur???

Þá er páskafríið að vera búið. Ég skal játa að þetta var ósköp gott en heilsufarið hefði mátt vera betra. Við erum hvorugt orðin nógu góð af kvefinu og að því leiti hefur verið mjög gott að geta hvílt sig og safnað kröftum. Palli og Anja komu í gær í kvöldmatinn og voru bara rétt kominn í bæinn því þau fóru á Aldrei fór ég suður og voru að mér heyrðist nokkuð sátt þrátt fyrir langt ferðalag. Ég kíki alltaf reglulega á Strandavefinn og hef reyndar lengi gert, Lengi vel var síðan mín með link inná tenglavefnum þeirra sem og síða sona minna. Í fyrra læsti ég síðunni minni í nokkra daga því ég var orðin leið á ómerkilegum nafnlausum kommentum. Minn linkur var þá tekinn út þar í kjölfarið og það var svo sem alveg að ósekju minna vegna en óneitanlega svolítið hallærislegt þar eð ég hef oft séð síður sem eru þar inni læstar um lengri eða skemmri tíma. Ég veit að fullt af fólki notaði vef sona minna til að fara inná minn vef og annara ættingja minna sem halda úti bloggsíðum en núna er búið að taka linkinn þeirra útaf líka hversvegna í ósköpunum sem það er ,svo það er snúnara núna fyrir suma að heimsækja bloggsíður okkar Munaðarnessliðsins. Annars finnst mér nú reynda svolítið skondið að það skuli ekki vera einn einasti linkur á síður okkar pakksins frá þeim bænum af umræddri síðu. Við erum jú fæddir Strandamenn og ekkert síðri þó við séum frá  þeim bæ sem var nyrsta byggða bólið í sýslunni þegar ég var að alast upp og er ekki löngu farinn í eyði og ættum ekkert að vera með neitt ómerkilegri pælingar sem Strandamenn  en hver annar. Og erum brottfluttir Strandamenn þó við séum  flutt.Whistlingeins og aðrir. En við höfum stundum verið með óþægilegar skoðanir það er sattCrying


Rigning á glugga

 Það er rigningar hraglandi á glugganum núna  en annars er þetta er mesta friðsemdar og rólegheitalíf þessa dagana. Palli fór ásamt sínu föruneiti á vestfirðina í gær á Aldrei fór ég suður. Við höfðum að vísu ætlað okkur að fara en heiluleysi undanfarið hefur eignlega dregið úr okkur kjarkinn þannig að það var slegið af. Núna er ég enn talsvert kvefuð svo ég er fegin að vera ekki á eitthverju landshlutaflakki.  En það sem situr í kollinum á mér þennann morguninn er myndin sem ég á í gærkvöldi í sjónvarpinu um bóndann á Rauðasandinum. Þetta er drengur sem ætlaði sér að verða bóndi og vill greinlega leggja mikið á sig til þess. En þetta eru sko ekki gæfulegar aðstæður. Með búskap í byggð sem er að líða undir lok ,lamaður með konu og lítil börn. Afskekkt því þetta er einn skelfilegasti vegur sem ég hef farið um og hef þó séð ýmislegt ljótt um æfina. En það sem slær mig einna mest er að drengurinn er ósjálfbjarga. Hann getur heyjað og raðað heyinu inní hlöðu en þegar þarf að gefa eða sinna skepnum er hann ekki til stórra verka. Hann gat gefið heimalingnum búið. Þetta er eitthvað sem getur ekki gengið upp. MEnn geta ekki þó þeir þrái þetta mesta af öllu ætlast til að allir þeirra nánustu fórni sínu lífi fyrir þá svo þeir geti gert það sem þeir vilja. ÞAð er eigingirni.  WounderingMjög mikil eigingirni.
Við kíktum aðeins á Guðbjart og Báru í gær . Hún er komin á líknardeildina og þar er mikið rólegra og betra en á spítalanum þar sem miklu meira stress og asi er  og hún hvílist mikið  betur.  Enda er eitthvað svo friðsælt þarna niður við sjóinn í Kópavoginum. Sannkallaður hvíldarstaður.. Jæja ég hef ekkert meira að bulla en óska bara öllum gleðilegra páska......


Jæja

Það er fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu núna. Ég skil það að sumu leiti þegar mínir nánustu hafa hringt og ekkert skilið í því þegar ég hef talað um vont veður fyrir vestan og það er gott veður hér sunnan lands. Það er kalt en fallegt. Við fórum aðeins út i dag til að skoða á bílasölum bíla en ég þarf að finna mér bíl fyrir vorið. Og svo drifum við okkur heim og höfum að mestu leit haft það gott í dag. Ég er í frí fram yfir páska og það er yndislegt. Við ætluðum að fara vestur á "aldrei fór ég suður" en svo nenntum við því ekki bæði er heilufarið ekki búið að vera merkilegt undanfarið og eins er bara mars og þá er vetur á norðurslóðum. Það er alveg nóg að fara á Hvítasunnunna þá erum við hvort eð er til neidd að fara á norðurslóðir. Það er svo merkilegt að mig langar ekkert að fara. Svei mér ef ég held að ég hafi bara ekki verið búin að fá nóg.Devil

Daglegt líf

Ég settist við bloggið í gær og samdi langt og að mér fannst gott blogg en þá skeði það sama og á blogg centralnum ég missti allt útí buskann og fór í hina verstu fýlu og það var ekki bloggað meira það kvöldið. Það er frekar rólegt í vinnnuni þessa dagana. Fáir kúnnar að trufla mann og hægt að þurrka af og laga til og drekka kaffi í ómældu magni. Annars eru þetta erfiðir dagar. Maður bíður eiginlega eftir því að fá 5 daga páskafrí og svo er hugurinn hjá henni Báru sem er mikið veik núna og því vill hugurinn leita til hennar og Guðbjartar þessa dagana og erfitt  að leiða hugannn að öðru. Annars fórum við í ræktina í gær  eftir veikindahlé og það var talsverð viðbryggði.  En það veitti nú ekki af að fá smá sprikkl því svo var þessi líka rokna fermingarveisla þeirra bræðra Fannars og Sindra seinnipartinn. Og þeir hafa sko ekkert breist þessar elskur nema náttúrulega stækkað helling. En alveg jafn yndislegir strákar og þeir hafa alltaf verið.

Meira dóp

Þegar ég var barn fékk ég stundum barkabólgu, var reyndar að mér er tjáð nærri dauð þegar ég var á firsta ári en öllum öðrum til ama tórði ég og tóri enn. En ég man eftir mér síðast í þessu ástandi 4 ára. og það var vont. En ég fór sem sé á heilsugæslu í  dag sem mín elskulega systir ók mér á og þar reyndist ég vera kominn með barkabólgu á ný. Ég hélt ég myndi kafna í nótt sofandi í sitjandi stellingu og reyna að anda. En sýklalyfið sem ég átti fór að byrja að hafa áhrif undir morgunn og þá fór mér að létta. Ég fékk sem sé meira dóp í dag og nú erum við hjónin bæði töflurónar. Þetta fer nú vonandi að lagst því ég þoli ekki svona pestir sem ekki vilja fara.  En það var mikið af veiku fólki á heilsugæslunni í dag og þá sérstaklega börnum sem voru mikið veik.  


Blindir fá sýn

Þetta er einn besti brandari sem spaugstofan hefur haft við enda var hún kærð fyrir guðlast hérna um árið eins og frægt var út af þessum þætti. En við fengum sem sé sýn í gærkvöldi og þar með hafa sumir af þeim blindu fengið sýn.  Ég fór með Reyni á læknavaktina í gær og reyndist hann með lungnabólgu. Eg fór hinsvegar í vinnuna í dag en hefði átt að sleppa því því eftir kaffið fór mér að versna snarlega og núna hef ég grun um að ég sé búin að koma mér upp barkabólgu.   En ég á pensillín inní skáp og þó læknirinn hafi ekki viljað neitt fyrir mig gera í gærkvöldi þá er ég samt farin að bryðja töflur. Það er svona það kemur aldrei neitt fyrir mig.Crying

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 606

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband