Kominn Nóvember...

Það er fátt að frétta þessa dagana. Heilsufar heimilisfólksins er bara þokkalegt . Kvef hefur verið að bögga fólkið en allt í rétta átt. Páll Jens átti afmæli í fyrradag og varð árinu eldri. Við borðuðum öll saman í gærkvöldi af tilefninu. Hákon Óli er hér staddur núna  í höfuðborgarferð og er í glímu standi. Og tengdó er eitthverstaðar staðsett hér á höfuðborgarsvæðinu líka. Það stendur til að reyna að ná liðinu í sviðapott á morgunn. Í vinnunni er allt við það sama. Versluninn er furðu mikil miðað við kreppu en timbursala er algjörlega dottin niður. Þessa dagana er verið að taka upp jólavöru og stilla upp. Mjög fallegri og allt er að verða mjög jólalegt og yndislegt. Og það birtir yfir fólki þegar það kemur og sér allt þetta skraut. 'Eg hef alltaf verið á móti því að vera hlaða jóla dóti og skreitingum svona snemma en ég verð að viðurkenna að þetta er gott núna um þessar mundir. En mórallinn hjá fólki er ekki góður. Annars á vinnutíminn að styttast hjá okkur þann 1 febr og við að hætta að  vinna yfirvinnu nema laugardaga. Sumt af þessu er ansi loðið ennþá og ekki allt komið á hreint en þetta kemur allt í ljós.....

Mein...

Við sátum eitt kvöldið hjónin í stofuhorninu og vorum að ræða málin eins og gerist og gengur. Auðvitað kom upp í umræðunni ástandið í þjófélaginu og hvernig umræðan er meðal fólks sem við hittum og umgöngumst. Það kom upp að í vinnu bóndans fannst mönnum sem þeir væru dofnir og dofinn færi ekki. Ég áttaði mig á því að akkúrt svona hefur mér liðið að hluta til áður. Það var þegar sonur minn veiktist og lá fárveikur á gjörgæslunni. Blóðið var í klessu og þurfti að byrja á að stilla það af sem og að gefa honum stera til að stoppa meinið sem óx inní honum. Þetta var ferli sem tók á aðra viku og var í raun bið. Ég sat dofin yfir honum og tíminn var stopp. Það gerðist ekkert og það litla sem gerðist gerðist hægt. Svo fékk hann firsta lyfjaskammtinn og þá varð fjandinn laus. Hann endaði í nýrnavél uppá gjörgæslu aftur þar sem hann var næstu 4 daga tengdurvið tæki og vélar. Svo hófst meðferðin sem tók fjóra mánuði og var bati jafnt og þétt þó smá bakföll yrðu á milli. Eitthvernvegin svona er ástandið í þjóðfélaginu. Það er fársjúkt. Meinið er stórt og það grefur. Enginn alvöru meðferð byrjuð , verið að nota smá skammta til að reyna að lina þjáningarnar en ekki hægt að byrja neina meðferð enn. Svo þegar hún væntankega byrjar. Peningarnir sem verið er að grenja út hér og þar koma verður kollsteipa. Gengið hrapar og við almenningur lendum á gjörgæslu og verðum verulega tæp. En vonandi fer svo lækningin að koma því annars deyr sjúklingurinn.....

Það vetrar....

Kuldinn er að drepa mig í dag og ég er eitthvað lumpuleg. Var eins og klessa í vinnunni og endaði með því að hreiðra um mig á kassanum og skjálfa þar.  Var svo lin að ég nennti eða hafði ekki orku í ræktina í kvöld. Bóndinn fór einn. Fólk er allt að braggast sem kemur í búðina og er brjálað útí stjórnvöld ef farið er að tala um efnahagsmálin. Það er eins og kveikt á sprengju og fólk verður alveg fjúkandi og eys úr skálum reiði sinnar yfir seðlabankanum og öllum. Ég er mest hrædd um að eitthver fari að skjóta eitthvernCrying slíkur er pirrringurinn á köflum. En núna þessa daga er jóladótið að ryðjast uppúr kössunum og það þykir ekki leiðinlegt og börnin vilja helst ekki fara útúr búðinni . Þetta er allt svo fallegt.Tounge Og það var svo skrítið að hlusta fólk þegar verið var að taka þetta uppúr kössunum. Það glaðnaði yfir flestum og sumir ljómuðu. Einn tilkinnti að vísu að það yrðu engin jól því ekkert dót kæmi til að kaupa en ég benti honum á að jólin kæmu 24 des og þau keypti maður ekki í búð. Allavega hefði ég aldrei orðið vör við það. Og ég vona svo sannarlega að þar verði ekki breiting á hvað  mig varðar.

Smá Copy/Paste

Ég veit ég hef verið rosalega lélegur bloggari undanfarið. Bara nenni því ekki svo hefur tölvan verið að bögga mig og loks missti ég netið út.  En eins og hjá flestum rignir yfir mann mis gáfulegum tölvuskeitum og flest lenda nú bara í ruslatunninni en samt er eitt og eitt sem er gullkorn og hér er eitt sem mér fannst ég verða að birta og ég vona bara að sú sem skrifaði þetta hver sem hún er verði ekki súr við mig fyrir þetta tiltæki því þetta er akkúrat mergurinn málsins.......Annars vorum við á árshátið Húsasmiðjunnar í gærkvöldi og það var mjög gaman, en hér er semsé copy/paste......

"Hvern fjandann er fólkið að meina?
 Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og
 daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það
 en það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími
 til að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í andskotanum
heldur þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni? Skyldi það
 ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í
 kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu
óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði
 nokkurn tíma fyrir þá?
Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að
 vinna fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara
svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem
 ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í
 vini og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á
 fólki.  Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að
slá ryki í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og
nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu.
 Nú þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að
koma inn hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá
sem næst okkur standa. Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum
við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að æsa
 okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og atvinnunni.
 Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé
 ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að
 við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og
 mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja
 aumingja sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?
Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum,
ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi
 vond, og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í
andskotanum allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.
 Afsakið orðbragðið.
 Kona"


Eins og vestan rok á ströndum

Þegar ég var að alast upp á Ströndum sem barn var ekki alltaf gott veður þó svo að sum systkini mín sjái þetta alltaf í logni og sól í baksýnisspeglinumKissing Það gerði stundum alveg rosaleg vestan rok. Og gerir auðvitað enn. Og þessi rok voru og eru  rosaleg. Særokið eins og skafrenningsbylur og allt saltað á eftir. Þegar lægði var allt í klessu. Grasið fyrir neðan húsið heima gulnað og blómin hennar mömmu svört og visnuð. Það var döpur og þögul mamma sem fór út og reyndi að finna eitthvað lífsmark í garðinum. Kartöflukálið var farið ,einungis svartir stönglar. Engin tré lifðu þetta af... Oft hafði líka eitthvað lauslegt  fokið og skemmst. Það var skrítin  líðan eftir svona fárviðri og eins og dofi í loftinu þegar mamma labbaði um garðinn sinn í rúst. Eitthvern veginn er þessi tilfinning hjá mér þessa dagana í búðinni. Fólk er dofið og veit eiginlega ekki sitt rjúkandi ráð. Er eitthvernvegin eins og það vægri  um eftir  rokið og  með yfirhafnirnar fjúkandi af  út og suður. Fólk skammast ekki einu sinni í manni lengur. Skeitir ekki skapi sínu á manni lengur svo neinu nemi. Það er sprungið og dofið. Það er eins og hafi verið veri skipt um forrit í öllum. Annar gír.  Ég er að öllu jöfnu ekki mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar. Mér hefur alltaf fundist hann svolítið umdeilanlegur. En núna er ég sammála honum og ég veit ekki hvað annað seðlabankinn eða stjórnvöld hefðu átt að gera í þessari stöðu. Nema þá kannski að  það  hefði mátt vera byrjað að taka til og huga að þessu svolítið fyrr og hlusta á varnaðarraddirnar sem voru kallaðar svartsýnisraus... Þá væri þetta  ekki eins og dómínó núna....Crying

Sagan endurtekur sig ,því miður.......

 

Það er árið 1983. Þennann vetur höfðum við fest kaup á okkar firstu íbúð. Áttum tveggja ára strák og annað barn á leiðinni. Íbúðin kostaði rúm 500 þúsund á þeim tíma og var talsvert verð. Jæja við áttum að sjálfsögðu ekki fyrir þessu að fullu og byrjuðum á því að fá lán hjá sparisjóðnum fyrir u.þ.b. 30 þúsundum. Húsnæðisstjórnarlánið sem var þá verandi íbúðarlánsjóður var um 120.000 og átti að greiðast um sumarið. Það var óðaverðbólga á þessum árum og mikil þennsla í þjóðfélaginu. Við bjukum heima hjá tengdó og unnum bæði. Bóndinn var svo heppinn að fá afleysingarpláss á sjó og var meira og minna á sjó í 8 vikur þennann vetur. Þar var þénustan að sjálfsögðu miklu meiri en í landi. Um vorið þegar við vorum flutt og búin að koma okkur fyrir var sest niður. Við okkur vantaði ýmislegt eins og gefur að skilja. Ungt fólk með lítil börn og áttum ekkert inní íbúðina að heitið gat. Það var auðvitað freistandi að fara eftir góða þénustu vetrarins og kaupa allt nýtt en við ákváðum að sleppa húsnæðisláninu og kaupa okkur þetta seinna. Fengum gömul húsgögn send að sunnan frá systkinum mínum og frá tengdó og það var bara besta mál. Það leið að því að nýtt barn fæddist og þá skeðu ósköpin. Verðbólgan fór í 100% sem hefði kannski ekki verið svo slæmt ef svokölluð kaupgjaldsvísitala sem hækkaði launin sjálfkrafa með verðbólgunni hefði ekki verið tekinn úr sambandi. Lánin æddu áfram og þegar litli kallinn minn fæddist var ástandið ekki beisið á foreldrunum. Lánið æddi áfram og tvöfaldaðist fyrir árslok. Við vorum svo blönk að það var skelfilegt. Hafragrautur og slög var mjög ódýr matur og var keyptur. Ef við hefðum ekki notið þess að eiga góða að uppí sveit og hafa átt kjöt í kistunni og fisk sem tengdó gaf okkur veit ég ekki hvernig þetta hefði verið. Steingrímur Hermannsson sem var forsetisráðherra á þessum tíma sagði seinna meir að það hefðu verið sín mestu stjórnarfarslegu mistök að taka ekki lánskjaravísitöluna líka úr sambandi. Ég hef aldrei fyrirgefið framsókn þetta. Ef við hefðum tekið stóralánið hefðum við tapað öllu  sem við lögðum í þessa íbúð. Ég hef alltaf verið frekar rög í peningamálum eftir þetta. Verið illa við að taka áhættu og kannski skaðað mig á því. En það er allt í lagi. Fyrir rúmu ári keypti ég mér húsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu. Mér bauðst vel gott lán og mátti ráða hvort það væri erlent eða íslenskt. Að óttanum einum saman tókum við eins lítið og við gátum komist af með og höfðum það íslenskt. Og það var eins gott. Það hefur víst hækkað nóg samt.

Ég get ekki annað en vorkennt þeim sem eru með lánafarganið yfir sér núna. Lán sem æða áfram og ekkert hægt að gera nema að borga. Ég vorkenni séstaklega ungafólkinu okkar. Ekki endilega þeim sem hafa offjárfest eins og asnar heldur þeim sem eru nýbúin að kaupa sér sína firstu íbúð og eru kannski með lítil börn í þessum ólgusjó. Ég veit hvernig það er. Þetta er ekki nein ný saga. Það fóru margir illa 1983........ Menn læra lítið...


Það þyrfti að skrifa oftar og minna í einu...............

Jæja það er best að bulla smá. Við fórum saman í síðustu viku í djúpið og vorum þar í viku. Komum heim í gær. Gott að vera þar og gott að koma heim aftur. Potturinn himneskur að vanda.   Við vörðum drjúgum tíma á Bassastöðum bæði við að vasast í fé og eins í kring um það. Annars var svolítið skrítið að mál á ferðinni. Við skruppum á fund Sveitu í sumarfríinu og þar bað hún  Reyni að taka að sér að smala landið sem er eða á að vera fjárlaust. Reynir sagðist svo sem geta farið yfir það land sem hann hefði smalað fram að þessu tekið það fé sem sæist á þeim slóðum en ekki meira en það, hann færi ekki inní Langadal eða þar inn fyrir enda gætu sunnan menn smalað sínu fé sem þeir hefðu verið að berjast fyrir undafarin ár að geta beitt þarna. Svo kom seðillinn og þá er Reynir settur leitarstjóri yfir öllu svæðinu innað girðingu. Við urðum orðlaus og Reynir hringði í Sveitu og vildi að hún leiðrétti þetta. En það hefur því miður ekki orðið. Og menn hafa bæði hringt í hann og eins komið að máli við hann hvort hann og hans smalar séu búnir að smala og hvenær þeir  færu. Við eigum engar kindur og enga smala og í raun þurfum við bara að fara yfir Nauteyrarlandið sem við erum með á leigu. En eftir allt það  ónæði  og á köflum leiðindi sem við höfum orðið fyrir í kjölfarið á þessu  er á hreinu að nafn okkar verður aldrei bendlað við svona plagg aftur.  Þeir smalar sem hafa smalað hjá okkur ár eftir ár eiga sig sjálfir og það er alveg á hreinu og þeir smala ekkert endilega sjálfkrafa fyrir aðra sem eiga fé á svæðinu núna.  Við fórum  Þorskafjarðaheiði þegar við fórum norður og það var eins og að aka yfir sprengjuæfingasvæði að aka Þorskafjörðinn. ‘Eg veit, ég móðga alveg  örugglega marga núna eins og alltaf þegar ég tjái mig um vegamálin á Vestfjörðum sem eru hálfgert tabú og ekki má tala um nema í skammstöfum helst. Það er með ólíkindum sleifarhátturinn sem þar hefur viðgengist. Það var farið af stað snemma í vor og farið að ryðja upp vegi. SVO varhætt og vegurinn stóð eins og skotgrafahernaðarsvæði í allt sumar. Bílar stóðu á sprungnum dekkjum og stundum fleiri en einu í einu. Við fórum að aka strandir því þetta var skelfilegt. Sko það hefði nú ekki drepið verktakann að laga hann þannig að  hann yrði keyrandi um há ferðamannatímann. En sami verktaki er í Borgarfirðinum og eins í Djúpinu og í Borgarfirðinu hefur hann meira að segja malbikað hjáleiðirnar meðan verið er að gera veginn. Skrítnar áherslur. Þetta er metnaðarleysi og til skammar fyrir vegagerð og verktaka og ætti að beita sektum fyrir svona vinnubrögði. Punktur. Mér er alveg sama hvort þetta er góð íslenska eða ekki það er ekki mergurinn málsins það vita þeir sem vilja vita það. Og þar með er þessi vegskratti tekinn af dagskránni.  Og í dag var fór svo frjálshyggjan í gjaldþrot. Við skattgreiðendur þurfum að borga brúsan af fjármálafylleríinu. Og bankastjórnendurnir brostu og keyrðu burtu í 10 millu jeppunum sínum og fá svo jafnvel feita starfslokasamninga þar sem þeir geta lifað happly ever after. Góð verðlaun fyrir klúðrið. Fólkið sem kom í búðina í dag átti flest ekki orð yfir þessu og var mikið niðri fyrir. Annars lentum við í áreksti í gær á leið í bæinn. Það var keyrt aftan á okkur. Jeppinn skemmdist lítið en bíllinn sem fór á okkur var gjörsamlega ónýtur. Algjör klessa. En ég er með smá hálsríg í dag og er vel sloppið. Annars er lífið bara yndislegt og allt í góðum gír.

Leti

Það er  frekar votviðra samt þessa  dagana.  Púff það rignir og rignir..Lífið er vinna þessa dagana og ég hef unnið alla laugardaga til að geta lengt hjá mér frí sem ég fæ og geta verið tvær helgar að heiman samfellt. Ég viðurkenni að ég er svolíðið lúin og löt. Við ætlum að vera á Nauteyri og vasast í fé með vinum okkar á Ströndum tína ber  og þess háttar. Tengdó er í bænum núna og leit við í dag. Ég var svo löt að ég fór bara í bakaríið og keypti alveg sjálf eins og Villi segir með kaffinu nennti ekki að baka nema nokkrar vöfflur og það úr pakka...LoL Hámark letinnar. Við hjónin skruppum út að borða um síðustu helgi á Sjávarkjallarann og þar borðuðum við algjöra gúrmei máltíð með hráum fiski og kjöti og fleira góðgæti. Alveg frábær matur en svolíðið dýrt að fá sér vín með mat á svona stað . Vínið hækkar þrefalt við það að fara í veitingarhús. Bara okur..  Maður myndi fara oftar út að borða ef ekki væri þetta okur... Annars finnst mér allt vera að hækka þessa dagana.. Matvaran bara í Bónus hefur hækkað ekkert smá. æja þá eru Palli og Anja kominn og ég kveð

September....

Þá er kominn september og haustið opinberlega byrjað.  Ég er löt í blogginu og það er bara í góðu lagi. Allt gengur eins og það á að ganga.Börnin að jafna sig eftir áreksturinn. Heimilisfólkið verið með magakveisu sem er svo kröftug að það er enginn hætta á að neinn á heimilinu þurfi að fara íl Póllands í meðferð með Jónínu. Þetta hefur verið að ganga í vinnunni og mannskapurinn legið margir á sama tíma en er fljótt að ganga yfir sem betur fer. Palli minn er byrjaður í HR í heilbryggðisverkfræði , það er í meistaranámi og er alsæll. Annars eru þau hjónin að fara til Köben í fyrramálið þar sem þau hitta foreldra hennar í nokkra daga á sínu ferðalagi. Báðar samstarfkonur mínar eru búnar að segja upp og eru að fara í aðra vinnu og ég ætla rétt að vona að það komi eitthver kona í staðinn svo ég verði ekki ein í þessu karlaríki.........Woundering

Óhöpp og slys.

Það er grenjandi rigning úti og núna eru smiðirnir sem búinir eru að ulla á okkur í sumar og stríða okkur með því að við skulum þurfa að sitja inní blíðunni , ekki eins kátir. En eins og ég sagði við einn í dag þá sagði Geiri heitinn í Kaupfélaginu alltaf að þetta hefndi sín svo þar kom að því. Reynir er að fara vestur á morgunn með Palla og Önnu með sér og þau þeir feðgar ætla að mæla upp lóðina með fastpuntum og þess háttar. Annars er þetta búin að vera óhappa sólarhringur.... Þegar börnin mín þau Indriði og Sædís voru á heimleið var keyrt aftan á þau á ljósum og þau köstuðust á næsta bíl fyrir framan og fengu slæmann hnikk. Bíllinn skemmdist ekki mikið en þau eru marinn og tognuð. Það er ekkert sérlega skemmtilegt að eyða kvöldinu uppá slysó en þau sluppu vel svo það er í lagi.  En þar var líka einn smalinn minn, hann Doddi elsku strákurinn og lá þar með hálskraga og beið eftir úrskurði. Velti "treiler" En sem betur fer slapp hann betur en áhorfðist í firstu. En krakkarnir voru sem betur fer í rétti. Svo var þetta hræðilega slys í djúpinu í dag. Hjón  frá Póllandi sem voru að fara að taka á móti foreldrum annars þeirra í heimsókn til landsins á morgun. Sjúkraþjálfarinn hennar Sædísar.. Að hugsa sér hvað þetta  er hryllilegt... Það er bara eins og það  komi hrina óhappa og slysa ef það byrjar á annað borð.........Frown

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 467

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband