Vá blogg

Var her að þvælast og datt í hug hvort gömul blogg síða sem ég var með væri á lífi og viti menn hún er það... Og meira að segja ekkert flókið að komast inní hana aftur ...ja há svona er lífið skemmtilegt.. Þetta var aðal möstið einu sinni að blogga enn svo kom feibókin og tók yfir.. Nú er spurning að fara að rifja upp gamla takta og fara að blogga!! hver veit!!


Þar kom smá gusa

Það er orðið langt síðan ég bloggaði. Enda hálf dofin. Þjóðfélagið allt í klessu og eiginlega ekki getað tjáð mig um neitt. Fór á fésbókina eins og allir aðrir landsmenn og verið þar á hliðarlínunnni andlaus og aðallega athafnað mig í eitthverjum fésbókarleikjum með "Vinum "mínum þar sem enginn kreppa er og hægt að hafa endalausa uppskeru úr jörðinni eða grafa eftir ótrúlegum fjársjóðum eða elda ótrúlega fjölbreitta og marga rétti allt eftir því hversu langt er farið áleiðis í leiknum. Dásamlega fjarlægur heimur... Fyrir einu og hálfu ári hrundi landið. Og við urðum alveg brjáluð og erum búin að vera síðan. Allir útrásarvíkingarnir sem búinir voru að fara með allt til andsk voru flúnir til London, Sviss eð eitthvað álíka. Við vildum auðvitað réttlæti og að þessir drengir sem búnir voru að rústa mannorði okkar og efnahag myndu svara til saka. En þá kom viðtal við einn þeirra. Hann tjáði sig um ástandið og að í raun væri þetta allt okkur landsmönnum að kenna. Og hinn mikli sannleikur rann frá honum. Tjaldvagnakaup ,jeppar, fellihýsi , rándýrar utanlandsferðir og flatskjáir. Ég varð í fyrstu fok reið þegar hann taldi þessa romsu upp. Taldi mig saklausa af öllum ákærum en svo rann af mér móðurinn . Þarna er ég sek. Ég keypti flatskjá. Ekki dýrann eða stórann enn flatskjá engu að síður. En ég gat ekki einu sinni staðgreitt hann heldur varð að taka hann á raðgreiðslum til eins árs. Ástæðan fyrir þessum skelfilega heimskulegu kaupum sem sett þjóðfélagið á hausinn var að gamla góða sjónvarpið mitt var orðið óhorfandi á. Það var að öðruleiti frábært sjónvarp. Með besta textavarpi sem ég hef komist í. En svo varð allt bleikt í því. Allur gulurlitur hvarf og þar með græni liturinn. Þetta var bagalegt í dýralifsmyndum. En allt í lagi í fréttum því þær voru alltaf hálf bleikar hvort eð er. En svo fór það að slökkva á sér í tíma og ótíma og þetta bara versnaði og versnaði. Í miðjum bleikum fréttatíma dó kannski allt í einu á sjónvarpinu og það var slæmt. Og fyrir jólin 2006 var komið að því. Við hjónin stormuðum í Elko og keyptum flatskjá með þessum líka skelfilegu afleiðingum fyrir þjóðfélagið allt. Ekki það að við gætum einu sinni verið ábyrg og keypt eitthvað annað því það fengust enginn túpusjónvörp. En ef ég hefði vitað um afleiðingar þessara kaupa hefði ég kannski reynt að finna eitthverstaðar notað túpusjónvarp svo ég bæri ekki ábyrgð á þessari vansæmd minni. En þá hefði eitthver annar keypt sér flatskjá í staðinn og þar með hefði það sennilega engu breitt. Niðurstaðan er að ég hefði bara átt að láta mér nægja gamla garminn minn og bíða eftir að hann dæi endanlega og hætta svo öllu sjónvarpsglápi. Ég hefði þá hreina samvisku og gæti verið reið útí alla þessa andskota eins og ég taldi mig áður hafa rétt til.........

 

 

 

 

sumarið framundan.....

Það er letlíf í dag. Við vorum á Nauteyri á síðurstu helgi og það var bara notalegt. Heiti potturinn stendur alltaf fyrir sínu og ósköp gott að  koma þangað þó svo að leiðin sé full löng og vegurinn hryllilegur norður strandir... Indriði og Sædís yfirgáfu svæðið í gær og fóru á Ísafjörð og við tekur sumarvinnnan..Von er á Palla og Önnu með fluginu frá London í kvöld eftir dvöl í Austurríki og Króatíu og það verður gaman að fá þau heim aftur. Ég er farinn  að sakna þeirra mikið...Heart Annars hefur verið nóg að gera í vinnunni og verslun meiri en gert var ráð fyrir. Og af því að fækkað hefur í búðinni afgreiðslufólki er meira álag á okkur sem eftir eru. Og þetta heyrir maður úr fleiri búðum...  En það fer að styttast í að ég fari í smá sumarfrí og það verður ósköp gott...Ég býst  við  að eyðum að minsta kosti annari vikunni á Nauteyri  jæja það er svosem ekkert merkilegt á döfinni  annað og maður orðin frekar latur við bloggið síðan ég álpaðist til að fara á Fésbókina en svona er þetta nú bara...

Sól og blíða í firðinum

Nýja kaffikvörnin mín réttmánaðargömul gaf upp öndina áðan og er það frekar lélegur endingartími. Ég þarf líklega að storma uppí Max á eftir með gripinn. Annars er veðrið alveg stórkoslegt búið að vera síðustu 2 dagana. Þar áður var svolítil ferð á logninu en í gær maður, hvílíkt bongó. Við erum komin með blóm til að selja í búinni og þeim fylgja býflugur sem sveima um búðina og láta skemmtilega og vekja viðbrögð. Við grilluðum á pallinnum í gærkvöldi eins og væntanlega margir landar okkar hafa gert á meðan Eurovision var og það var klassi. Grilll lyktin fyllti allt umhverfið og það var auðfundið hvernig fólk eldaði það kvöldið. Annars er ég léleg júróvísjón manneskja og hef alltaf verið. Finnst tónlistin yfirleitt hörmuleg og eina skiptið sem ég hef verið sátt er þegar Lordi vann. En það er alltaf gaman að horfa á atkvæðagreiðsluna hún er alveg makalaus og alltaf hægt að hlæja jafn mikið af henni. Og það klikkaði ekki í gær. Annars var engin spenna í þessu. Nema í þeim sætum sem voru í kringum Jóhönnu en hún stóð sig alveg frábærlega enda klassa söngkona og gerði frábæra hluti úr svona lala lagi. En ég hef alltaf verið fyrir það að ná 16 sætinu og það klikkaði í gær svo það hlýtur að ganga betur næst.LoL En við erum að hugsa um að skreppa í djúpið í vikunni. Það er frí á fimmtudaginn og ég ætla að taka frí á föstudag og gera langa helgi úr öllu saman.  Sem er bara tilhlakk nema að skrölta eftir veginum norður standir sem er aldrei sértakt gleðilefni enda varla hægt að kalla það veg á köflumCrying

Vona að sem first verði hægt fara dalina og Arnkötludal........


Spaugstofunnar sárt saknað nú á þessum síðustu og verstu..

Það var vinnudagur í dag. Það er svolítið fúlt að fara í vinnu en bóndinn er í fríi en í staðinn "sjænar" hann húsið og er búinn gera dásamlegt kaffi þegar ég kem heim úr laugardagsvinnunni. Það var meiningin að grilla  í kvöld en það er rok og rigning og ekki hægt að leyfa sér svoleiðis munað.  Annars er verslunnin að aukast og orðið  miklu meira að gera í búðinni. Vorið er líklega að koma þar sem annarstaðar. Og á meðan ég var að selja reiðhjól og skrúfur skrapp bóndinn á kosningaskrifstofurnar til að taka púlsinn. Eða eins og hann sagði #athuga hvort hann ætti að kjósa það sama hér fyrir sunnan og hann gerði fyrir vestan#  Þingið er farið í frí en ég er drullufúl með að ekkert var ákveðið með stjórnarskrána. Hefði viljað stjórnlagaþing. Og þjóðaratkvæðagreiðsluákvæðið sem og þetta með auðlindirnar. Það er sko skítalykt af þessuAngry Verst að  spaugstofan skuli ekki vera í gangi oft var þörf en nú er nauðsyn á þessum síðustu og verstu......

Vorið er komið da da daa dada daaa

Það er frábært að geta gengið út í sandölunum þessa dagana og þurfa ekki að reira sig í úlpu lengur. Gott að finna vorilminn. Páskarnir voru fínir. Við fórum að Nauteyri og lágum þar og hvíldum okkur vel og vandlega. Vorums svo löt að við nenntum engann að heimsækja.. Komumst  ekki að vísu af stað fyrr en á föstudaginn langa því það þurfti að taka út afmælispartý í Keflavíkinni. Sem var svaka stuð... Það er nóg að gera í vinnunni þessa dagana. Verslun er að aukast og vorvörur að hrúgast inn þessa dagana. Það er líka búið að fækka starfsfólki svo það mæðir meira á okkur sem erum eftir. Svo er einn farinn í fæðingaorlof. Þessi elska fékk 2 stráka í einu og það er nú bara nokkuð gott. LoL Ég ætla ekkert að minnast á pólitíkina núna. Fjölmiðlar sjá alveg um það og þar er svo ógeðsleg súpa að sjóða þessa dagana að engu er við að bæta..........

Vorið

Það er að vora.LoL Ekki bara úti þar sem daginn lengir og gróðurinn er að byrja að springa út. Heldur hjá fólki líka. Þrátt fyrir kreppu sem er eins og krabbbi yfir öllu er fólk að rétta úr sér. Það er farið að brosa og yppa öxlum og rauna svipurinn er að hvefa. Það liggur alltaf betur og betur á fólki. Og það hlakkar öllum til vorsins. Ég er ein af þeim. Vorið er alltaf uppáhaldstíminn hjá  mér og það er svo yndislegt að sjá náttúruna vakna. Finna moldarlyktina sem leggur upp þegar frostið fer úr jörðinni. Og svo fáum við að kjósa. Það er gott. Mjög gott. Ég ætla að vona að þjóðinni minni auðnist að kjósa yfir sig stjórn sem er með kjark. Vinstri stórn. Ekki stjórn sem er þý hagsmuna samtaka eins og LÍÚ. Mér ofbýður að hlusta á málfar og atgang míns gamla flokks núna. Þar sem þeir fara hamförum í að verja eitt  það mesta óréttlæti sem hefur viðgengist síðan einokunnarverslunin var. Kvótabraskið. Ég viðurkenni að ég skammast mín fyrir að hafa verið höll undir þennann flokk og stutt hann um tíma. Ég biðst velvirðingar á þessum barna skap mínum.  Steininn tók úr þegar trúðurinnn var settur á sviðá samkomunni og ruddi úr sér óþverranum og kenndi öllum öðrum um eigin klúður og komst upp með það og samkomann hló og fagnaði. Minnti  mig á sögu myndband sem ég sá á History channel þar sem Adolf Hitler hélt ræðu eða gargaði yfir torgið og lýðurinn sagði Heil...Ég held  bara í alvöru að ég kjósi bara VG núna. Undecided


pleeee

Það er langt síðan ég hef bloggað. Maður tæmist og hefur ekkert til að bauna úr sér. Kannski er það bara kreppan sem er í blogginuhjá mér, Getur vel verið. Reynir var í dag í sinn 4 brennslu aðgerð . Hún gekk vel en það eru 5 ár síðan síðast var og það kom að því að það þurfti að fara að laga það sem tók við. Þessi var mikið stærri en hinar aðgerðirnar og vonandi endist hún lengur. Annars er allt gott af okkur að frétta. Eða þannig. Lífið gengur að öðru leiti sinn vana gang. Ég er að bauka við að reyna mála hjá mér neðri hæðina og það er allt undirlagt í málningardósum yfirbreiðslum rúllum og þess háttar auk þess sem ekkert er þar sem það á að vera eins og við er að búast. Það er smá gulrót í þessu Þegar búið er að mála ætla ég að kaupa mér flísar milli eldhússkápanna.  LoL En svo bara í restina þegar við förum nu að velta fyrir okkur að kjósa í vor. Munið hvaða flokkar bera stæðstu ábyrgðina á hruninu. Hverjir eru búnir að ráða lengst og stjórna öllu sem þeir vilja stjórna og fá í gegn allt sem þeir vilja fyrir sig sína og sínar flokkseigendaklíkur. Ef fólk eyðir í alvöru atkvæði á þessi ósköp eru fólk að verðlauna þá fyrir einkavinavæðinguna og græðgina.Og hlýtur þar að leiðandi að vera fullkomlega ánægt með ástandið eins og það er.. Það var ekki bara fólkið sem brást heldur líka flokkurinnog stefnan hans. Ekki það að ég sé neitt búin að ákveða hvað ég kýs en það er nokkuð ljóst hvað ég kýs ekki.......... Crying


Loksins ný stjórn,,

Ég hef ekki bloggað lengi, Var eiginlega komin í bloggþurrð. GetLost Ákvað að þegja um tíma. Pinch Það hefur verið svo skrítinn og magnandi spenna í þjóðfélaginu lengi. Fólk verið pirrað og  orðið sífellt pirraðra, aðalega út í fráfarandi stjórnvöld.. Ég verð að segja að ég skil fólk fullkomlega. Getuleysið hefur verið algjört. Eins og ráðleysi. Yfirvöld landsins gátu ekki tekið til í samfélaginu. Aðalkrafa allra sem hafa tjáð sig svo ég heyrði er að  aðal arkítekt frjálshyggjufársins hér á landi , aðal risaeðlan væri látin fara út úr kastalanum sínu svarta en það þorði enginn að blása á hanaAlien. Það var magnað að fara á síðasta mótmælafundinn áður en stjórnin sprakk, Fólkið streymdi að torginu eins og foss og það var mögnuð stemmming.Angry Og stjórnin sprakk. WizardSú sem við tekur getur aldrei orðið verri, Og þegar fráfarandi fjármálaráðherra talar um að sú nýja verði ákvaðanna fælinn, hljómar það eins og aumt val.Crying Sú nýja hefur þá bara í versta falli erft þá veiru frá hans stjórn. Blush Ég vona bara að nýja stjórnin bretti upp ermarnar og fari að byrja strax , ekki veitir af Grin


Bloggþurrð...............

Ég er hætt að blogga í bili allavega..............eða þannig

Næsta síða »

Um bloggið

Ólöf Brynja Jónsdóttir

Höfundur

Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Ég er fædd á Ströndum og hef  búið á Vestfjörðum allt mitt líf þar til fyrir ári að ég fór suður.......
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ..._ser_477737
  • ...myndir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband