21.1.2019 | 21:06
Vá blogg
Var her að þvælast og datt í hug hvort gömul blogg síða sem ég var með væri á lífi og viti menn hún er það... Og meira að segja ekkert flókið að komast inní hana aftur ...ja há svona er lífið skemmtilegt.. Þetta var aðal möstið einu sinni að blogga enn svo kom feibókin og tók yfir.. Nú er spurning að fara að rifja upp gamla takta og fara að blogga!! hver veit!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 21:30
Þar kom smá gusa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2009 | 12:55
sumarið framundan.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 11:41
Sól og blíða í firðinum
Nýja kaffikvörnin mín réttmánaðargömul gaf upp öndina áðan og er það frekar lélegur endingartími. Ég þarf líklega að storma uppí Max á eftir með gripinn. Annars er veðrið alveg stórkoslegt búið að vera síðustu 2 dagana. Þar áður var svolítil ferð á logninu en í gær maður, hvílíkt bongó. Við erum komin með blóm til að selja í búinni og þeim fylgja býflugur sem sveima um búðina og láta skemmtilega og vekja viðbrögð. Við grilluðum á pallinnum í gærkvöldi eins og væntanlega margir landar okkar hafa gert á meðan Eurovision var og það var klassi. Grilll lyktin fyllti allt umhverfið og það var auðfundið hvernig fólk eldaði það kvöldið. Annars er ég léleg júróvísjón manneskja og hef alltaf verið. Finnst tónlistin yfirleitt hörmuleg og eina skiptið sem ég hef verið sátt er þegar Lordi vann. En það er alltaf gaman að horfa á atkvæðagreiðsluna hún er alveg makalaus og alltaf hægt að hlæja jafn mikið af henni. Og það klikkaði ekki í gær. Annars var engin spenna í þessu. Nema í þeim sætum sem voru í kringum Jóhönnu en hún stóð sig alveg frábærlega enda klassa söngkona og gerði frábæra hluti úr svona lala lagi. En ég hef alltaf verið fyrir það að ná 16 sætinu og það klikkaði í gær svo það hlýtur að ganga betur næst. En við erum að hugsa um að skreppa í djúpið í vikunni. Það er frí á fimmtudaginn og ég ætla að taka frí á föstudag og gera langa helgi úr öllu saman. Sem er bara tilhlakk nema að skrölta eftir veginum norður standir sem er aldrei sértakt gleðilefni enda varla hægt að kalla það veg á köflum
Vona að sem first verði hægt fara dalina og Arnkötludal........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2009 | 18:55
Spaugstofunnar sárt saknað nú á þessum síðustu og verstu..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 19:05
Vorið er komið da da daa dada daaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 13:34
Vorið
Það er að vora. Ekki bara úti þar sem daginn lengir og gróðurinn er að byrja að springa út. Heldur hjá fólki líka. Þrátt fyrir kreppu sem er eins og krabbbi yfir öllu er fólk að rétta úr sér. Það er farið að brosa og yppa öxlum og rauna svipurinn er að hvefa. Það liggur alltaf betur og betur á fólki. Og það hlakkar öllum til vorsins. Ég er ein af þeim. Vorið er alltaf uppáhaldstíminn hjá mér og það er svo yndislegt að sjá náttúruna vakna. Finna moldarlyktina sem leggur upp þegar frostið fer úr jörðinni. Og svo fáum við að kjósa. Það er gott. Mjög gott. Ég ætla að vona að þjóðinni minni auðnist að kjósa yfir sig stjórn sem er með kjark. Vinstri stórn. Ekki stjórn sem er þý hagsmuna samtaka eins og LÍÚ. Mér ofbýður að hlusta á málfar og atgang míns gamla flokks núna. Þar sem þeir fara hamförum í að verja eitt það mesta óréttlæti sem hefur viðgengist síðan einokunnarverslunin var. Kvótabraskið. Ég viðurkenni að ég skammast mín fyrir að hafa verið höll undir þennann flokk og stutt hann um tíma. Ég biðst velvirðingar á þessum barna skap mínum. Steininn tók úr þegar trúðurinnn var settur á sviðá samkomunni og ruddi úr sér óþverranum og kenndi öllum öðrum um eigin klúður og komst upp með það og samkomann hló og fagnaði. Minnti mig á sögu myndband sem ég sá á History channel þar sem Adolf Hitler hélt ræðu eða gargaði yfir torgið og lýðurinn sagði Heil...Ég held bara í alvöru að ég kjósi bara VG núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2009 | 23:39
pleeee
Það er langt síðan ég hef bloggað. Maður tæmist og hefur ekkert til að bauna úr sér. Kannski er það bara kreppan sem er í blogginuhjá mér, Getur vel verið. Reynir var í dag í sinn 4 brennslu aðgerð . Hún gekk vel en það eru 5 ár síðan síðast var og það kom að því að það þurfti að fara að laga það sem tók við. Þessi var mikið stærri en hinar aðgerðirnar og vonandi endist hún lengur. Annars er allt gott af okkur að frétta. Eða þannig. Lífið gengur að öðru leiti sinn vana gang. Ég er að bauka við að reyna mála hjá mér neðri hæðina og það er allt undirlagt í málningardósum yfirbreiðslum rúllum og þess háttar auk þess sem ekkert er þar sem það á að vera eins og við er að búast. Það er smá gulrót í þessu Þegar búið er að mála ætla ég að kaupa mér flísar milli eldhússkápanna. En svo bara í restina þegar við förum nu að velta fyrir okkur að kjósa í vor. Munið hvaða flokkar bera stæðstu ábyrgðina á hruninu. Hverjir eru búnir að ráða lengst og stjórna öllu sem þeir vilja stjórna og fá í gegn allt sem þeir vilja fyrir sig sína og sínar flokkseigendaklíkur. Ef fólk eyðir í alvöru atkvæði á þessi ósköp eru fólk að verðlauna þá fyrir einkavinavæðinguna og græðgina.Og hlýtur þar að leiðandi að vera fullkomlega ánægt með ástandið eins og það er.. Það var ekki bara fólkið sem brást heldur líka flokkurinnog stefnan hans. Ekki það að ég sé neitt búin að ákveða hvað ég kýs en það er nokkuð ljóst hvað ég kýs ekki..........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 20:51
Loksins ný stjórn,,
Ég hef ekki bloggað lengi, Var eiginlega komin í bloggþurrð. Ákvað að þegja um tíma. Það hefur verið svo skrítinn og magnandi spenna í þjóðfélaginu lengi. Fólk verið pirrað og orðið sífellt pirraðra, aðalega út í fráfarandi stjórnvöld.. Ég verð að segja að ég skil fólk fullkomlega. Getuleysið hefur verið algjört. Eins og ráðleysi. Yfirvöld landsins gátu ekki tekið til í samfélaginu. Aðalkrafa allra sem hafa tjáð sig svo ég heyrði er að aðal arkítekt frjálshyggjufársins hér á landi , aðal risaeðlan væri látin fara út úr kastalanum sínu svarta en það þorði enginn að blása á hana. Það var magnað að fara á síðasta mótmælafundinn áður en stjórnin sprakk, Fólkið streymdi að torginu eins og foss og það var mögnuð stemmming. Og stjórnin sprakk. Sú sem við tekur getur aldrei orðið verri, Og þegar fráfarandi fjármálaráðherra talar um að sú nýja verði ákvaðanna fælinn, hljómar það eins og aumt val. Sú nýja hefur þá bara í versta falli erft þá veiru frá hans stjórn. Ég vona bara að nýja stjórnin bretti upp ermarnar og fari að byrja strax , ekki veitir af
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 20:42
Bloggþurrð...............
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ólöf Brynja Jónsdóttir
Tenglar
Bloggsíður sem ég skoða reglulega
- Pétur frændi
- Unnur frænka
- Bryndís Frænka
- Hafrún frænka
- Birgir Frændi
- Sævar frændi
- Synir mínir
- Stína skólasystir
- Stína kennari
- Mín ástkæra gamla blogcentral síða
Litla fólkið sem ég fylgist með
Fyrir matargötin
- Matarsíða ein í viðbót
- Lambakjöt
- Nanna hin eina og sanna
- Gestgjafinn
- Matur og aftur matur
- Eldhúsið
- Kornax
- Amma
Athyglisverðir linkar
Rokkið
Sitt lítið af hvoru
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar